Málsnúmer 1702009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 202. fundur - 09.02.2017

Lagt fram yfirlit yfir heildarálagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017. Í yfirlitinu kemur fram breyting álagningar að teknu tilliti til þess að tilteknar íbúðaeiningar hafa verið færðar undir flokk atvinnuhúsnæðis. Af þeim sökum lækkar heildarálagning á íbúðarhúsnæði en hækkar á móti á atvinnuhúsnæði. Tekjuaukning nemur rúmum 3 millj. króna.

Til máls tóku ÞS og EG.