Skólanefnd - 137Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Katrín Brynja Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram skýrsla skólastjórnenda skólans dags. í jan. 2017. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi skólans. Fjöldi nemenda er 52. Sumarleyfi skólans verður 3. júlí til 7. ágúst 2017.
Jafnframt lagt fram yfirlit yfir þróun í starfsmannahaldi árin 2015-2017.
Leikskólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði spurningum fundarmanna.
Skólanefnd - 137Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram skýrsla skólastjóra um starfsemi skólans. Ennfremur lögð fram starfsáætlun grunnskólans fyrir starfsárið 2016-2017. Fjöldi nemenda skólans er 80.
Foreldrakönnun skólapúlsinn 2017 stendur yfir. Einnig farið yfir læsi í mismunandi námsgreinum skv. PISA könnun.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
Skólanefnd - 137Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir málefni tónlistarskólans og starfsskýrslu. Fjöldi nemenda er 44. Auk þess eru nemendur Eldhamra í vikulegri tónlistarstund og nemendur grunnskólans í söngstund mánaðarlega.
Skólanefnd - 137Lagt fram til kynningar bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 7. febr. sl., varðandi innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.
Skólanefnd - 137Lagt fram til kynningar yfirlit sem sýnir niðurstöður PISA könnunar á svæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, samanborið við meðaltal á Íslandi og meðaltal í OECD löndunum.