Í kjarasamningi Sambands. ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið með bókun 1 að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaganna um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á. Vinna við greiningu og undirbúning umbótaáætlunar er unnin af fulltrúum bæjarins og fulltrúum kennara og skal ljúka með tímasettri umbótaáætlun.
Kennarar grunnskólans hafa valið sína fulltrúa, sem eru: Anna Kristín Magnúsdóttir, Einar Þór Jóhannsson og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir.
Velja þarf fulltrúa bæjaryfirvalda og er lagt til að þeir verði: Sigríður Arnardóttir, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Steinsson. Jafnframt hafi hópurinn heimild til að kalla til sérstakan ritara eða ráðgjafa eftir þörfum.
Lögð fram umbótaáætlun og lokaskýrsla Grundarfjarðarbæjar vegna bókunar I í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, sem samþykktur var 29. nóvember 2016.
Kennarar grunnskólans hafa valið sína fulltrúa, sem eru:
Anna Kristín Magnúsdóttir, Einar Þór Jóhannsson og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir.
Velja þarf fulltrúa bæjaryfirvalda og er lagt til að þeir verði:
Sigríður Arnardóttir, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Steinsson.
Jafnframt hafi hópurinn heimild til að kalla til sérstakan ritara eða ráðgjafa eftir þörfum.
Til máls tóku ÞS og EG.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu.