Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83Íþróttamaður ársins var heiðraður fyrsta sunnudag í aðventu. Kosið var á milli fimm tilnefndra íþróttamanna og fór það svo að knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson var kjörinn Íþróttamaður Grundarfjarðar 2016. Samþykkt að gera breytingu á kjörblaði fyrir íþróttamann ársins þannig að skýrara sé eftir hverju er valið. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að vinna úr hugmyndum nefndarinnar og kynna á næsta fundi hennar.
.21604009Vinnuskóli og sumarnámskeið 2016
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83Farið yfir skýrslur vinnuskóla og sumarnámskeiðs bæjarins fyrir sumarið 2016. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, umsjónarmaður vinnuskóla og sumarnámskeiða kynnti skýrslur sínar fyrir nefndarmönnum.
.31612019Félagsmiðstöðin Eden
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83Skýrsla félagsmiðstöðvarinnar Eden lögð fram, Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður, kynnir skýrsluna fyrir nefndarmönnum. Ragnheiður verður í fæðingarorlofi fram til vors 2018 og verður leyst af á meðan.
Nefndin lýsir ánægju sinni með flott og fjölbreytt starf félagsmiðstöðvarinnar Eden.
.41703027Önnur mál
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83Árleg Hreyfivika UMFÍ verður haldin dagana 29. maí til 4. júní. Farið yfir dagskrá síðasta árs í Grundarfirði og uppástungur um dagskrárliði fyrir vorið.
UMFG rætt og hugmyndum velt upp um að fá kynningu á starfi félagsins á fund íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur áður lagt til að Þríhyrningurinn verði a.m.k. að hluta nokkurs konar hreystigarður. Nefndin ítrekar þær hugmyndir sínar og hvetur til þess að ákvarðanir verði teknar um framtíð Þríhyrningsins sem fyrst.Bókun fundarTil máls tóku EG, BGE, HK, RG og ÞS.
Bæjarstjórn fagnar frumkvæði nefndarinnar varðandi Þríhyrning og felur bæjarstjóra að láta vinna hugmyndir að hönnun garðsins.