Lögð fram og gerð grein fyrir lýsingu fyrir deiliskipulag áningarstaðar við brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Lýsingin er dagsett í okt. 2016 og unnin af Alta fyrir Grundarfjarðarbæ.
Til máls tóku EG og ÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lýsinguna og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir áningarstað í Kolgrafafirði ásamt greinargerð. Farið yfir drögin og lagt til að gerðar verði minniháttar breytingar er lúta að veðurstöð, bílastæði og náttúruskoðunarhúsum.
Allir tóku til máls.
Grundarfjarðarbær hefur, í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta, unnið að deiliskipulagstillögu fyrir áningarstað vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að bæta öryggi allra vegfarenda við brúna með því að skilgreina áningarstað þar sem veittar verða upplýsingar um umhverfið, náttúruna og nærliggjandi þjónustu, ferðalöngum og íbúum á svæðinu til hagsbóta. Markmið með skipulagningunni er jafnframt að stýra umferð fólks um svæðið, sem nú þegar er farið að draga til sín ferðamenn. Það þjónar því bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni.
Á áningarstað er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir fólksbíla og rútur ásamt hjólastæðum. Ennfremur útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar ásamt skýlum til náttúruskoðunar. Þá er gert ráð fyrir gönguleið frá nýjum áningarstað að núverandi áningarstað Vegagerðarinnar í grennd við bæinn Eiði. Nánar er vísað í kynningargögn.
Drög að deiliskipulagstillögunni munu liggja fyrir og til stendur að kynna tillöguna á vinnslustigi fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Drögin munu liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 á tímabilinu 13.-26. mars 2017.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur Alta að lagfæra þau atriði sem bent er á. Í framhaldi verði tillagan auglýst.
Til máls tóku EG og ÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lýsinguna og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.