Lagt fram samkomulag milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellinga, varðandi leigu Grundarfjarðarbæjar á húsnæði félagsins að Borgarbraut 2, fyrir starfsemi eldri borgara og annarra félagasamtaka. Á móti leigir Grundarfjarðarbær verkalýðsfélaginu starfsaðstöðu fyrir skrifstofu að Grundargötu 30.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar því að lausn fyrir umrædda félagastarfsemi sjái dagsins ljós með þessum hætti. Jafnframt er menningar- og markaðsfulltrúa, ásamt bæjarstjóra, falið að vinna drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara og önnur félagasamtök.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar því að lausn fyrir umrædda félagastarfsemi sjái dagsins ljós með þessum hætti.
Jafnframt er menningar- og markaðsfulltrúa, ásamt bæjarstjóra, falið að vinna drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara og önnur félagasamtök.