Gengið hefur verið frá samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellsness um að Grundarfjarðarbær fái til leigu húsnæði Verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 í Grundarfirði.
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að eldri borgarar bæjarins fái til afnota húsnæði fyrir tómstundir sínar og félagsstarf. Nefndin fagnar því að samningur hafi náðst um leigu á húsnæði Verkalýðsfélags Snæfelsness að Borgarbraut 2 í Grundarfirði. Um er að ræða alla neðri hæð hússins sem mun nýtast eldri borgurum vel. Vinahús Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar fær einnig afnot af húsnæðinu sem og önnur félagasamtök og hópar.