Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 6. sept. sl., varðandi auglýsingu um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins er til 10. okt. 2016.
Jafnframt lögð fram drög að umsókn bæjarins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017, ásamt yfirliti yfir úthlutað aflamark Grundfirskra fiskiskipa fiskveiðiárin 2015/2016 og 2016/2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2016/2017 á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að umsókn.
Jafnframt lögð fram drög að umsókn bæjarins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017, ásamt yfirliti yfir úthlutað aflamark Grundfirskra fiskiskipa fiskveiðiárin 2015/2016 og 2016/2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2016/2017 á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að umsókn.