-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar staðgreiðsluyfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 5,9% hærra en á sama tíma á fyrra ári.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram og yfirfarið rekstraryfirlit bæjarins miðað við stöðu bókhalds fyrstu átta mánuði ársins.
-
Bæjarráð - 489
Lögð fram launaáætlun miðað við raunlaun fyrstu átta mánuði ársins. Heildarlaunagreiðslur eru um 4,5 millj. kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, sem er um 1,5%.
-
Bæjarráð - 489
Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2016.
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka að fjárhagsáætlun ársins 2016 og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Lagður fram og gerð grein fyrir samanburði milli upphaflegrar fjárhagsáætlunar ársins 2016 og viðauka við áætlunina sem liggur fyrir fundinum til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku EG og ÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016.
-
Bæjarráð - 489
Farið yfir verðlagsforsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2017. Ráðgerðir eru tveir vinnufundir með bæjarráði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
-
Bæjarráð - 489
Lagður fram listi yfir ógreiddar viðskiptakröfur miðað við 30.06.2016.
-
Bæjarráð - 489
Lagður fram samningur milli Íslenska Gámafélagsins og Grundarfjarðarbæjar dags. 14. sept. sl. Samkvæmt samningnum sér verktaki um rekstur sorpmóttöku og gámastöðvar Grundarfjarðar. Ráðgert er að taka upp nýja tilhögun á innheimtu fyrir losun úrgangs frá 1. febrúar 2017 þannig að gefin verði út sérstök klippikort, sem nýtt verði til afhendingar á gjaldskyldum flokkum sorps.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjndi samning með tveimur atkvæðum, einn sat hjá (JÓK).
Bókun fundar
Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.
Samningur samþykktur samhljóða.
-
Bæjarráð - 489
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi frá 7. sept. sl. Á fundinum var fjallað um stöðu lögreglumála á Vesturlandi og ýmis fleiri atriði.
Svofelld ályktun var lögð fram:
"Bæjarráð Grundarfjarðar mótmælir harðlega ástandi lögreglumála í Grundarfirði. Enginn lögreglumaður er staðsettur í sveitarfélaginu. Algjörlega er ótækt að búa við það að mikilvæg þjónusta af þessu tagi sé ekki til staðar í sveitarfélaginu. Slíkt veldur óöryggi íbúa, þegar vá ber að garði, auk þess sem sjálfsögð þjónusta lögreglu í hverju sveitarfélagi er ekki til staðar, svo sem í umferðaröryggismálum o.fl.
Bæjarráð krefst þess að yfirvöld lögreglumála sjái til þess að margítrekaðar beiðnir sveitarfélagsins um úrlausnir í lögreglumálum verði teknar til greina og að þegar í stað verði ráðið í störf lögreglumanna í Grundarfirði."
Ályktun samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að koma henni á framfæri við innanríkisráðuneytið, lögreglustjóra og aðra er málið varðar.
Bókun fundar
Til máls tóku EG, RG, ÞS og BP.
-
Bæjarráð - 489
Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar frá 5. sept. sl., varðandi úttekt slökkviliða 2016, en úttekt fór fram í Grundarfirði 8. mars sl. Í úttektinni er bent á nokkur atriði sem betur mega fara.
Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari úrlausnar hjá slökkviliðsstjóra.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 6. sept. sl., varðandi auglýsingu um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins er til 10. okt. 2016.
Jafnframt lögð fram drög að umsókn bæjarins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017, ásamt yfirliti yfir úthlutað aflamark Grundfirskra fiskiskipa fiskveiðiárin 2015/2016 og 2016/2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2016/2017 á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að umsókn.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram bréf dags. 8. sept. sl., varðandi byggingaleyfi fyrir sólstofu við Fellaskjól, sem verið er að hefjast handa við. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við sólstofuna séu að fara af stað og samþykkir að umræddur kostnaður verði færður sem styrkur til Fellaskjóls.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 12. sept. sl., varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir skv. lögum nr. 52/2016.
Jafnframt lagt fram kynningarrit um stofnframlög til byggingar slíkra íbúða og þar er einnig gerð grein fyrir umsóknarfresti um stofnframlög til byggingar eða kaupa á slíkum íbúðum. Rætt um skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.
Bæjarráð leggur til að sérstaklega verði skoðað hvort skynsamlegt sé að vinna umsókn um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum skv. lögum nr. 52/2016.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falin úrvinnsla málsins.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 489
Lagður fram verksamningur milli Almennu umhverfisþjónustunnar og Grundarfjarðarbæjar um lagfæringu göngustíga og aðgengis við Kirkjufellsfoss.
Samningur samþykktur samhljóða.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram samkomulag milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellinga, varðandi leigu Grundarfjarðarbæjar á húsnæði félagsins að Borgarbraut 2, fyrir starfsemi eldri borgara og annarra félagasamtaka. Á móti leigir Grundarfjarðarbær verkalýðsfélaginu starfsaðstöðu fyrir skrifstofu að Grundargötu 30.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar því að lausn fyrir umrædda félagastarfsemi sjái dagsins ljós með þessum hætti.
Jafnframt er menningar- og markaðsfulltrúa, ásamt bæjarstjóra, falið að vinna drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara og önnur félagasamtök.
-
Bæjarráð - 489
Lagðir fram til kynningar leigusamningar vegna Grundargötu 69.
-
Bæjarráð - 489
Lagður fram til kynningar tölvupóstur til sveitarfélaga dags. 13.09.2016 með upplýsingum frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að skoða málin og vinna að framgangi ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi utankjörfundaatkvæðagreiðslu.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 489
Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 06.09.2016.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 489
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 489
Lögð fram til kynningar fundargerð 51. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 29.08.2016, ásamt árshlutareikningi 01.01.-30.06.2016.