Menningarnefnd - 9Menningarfulltrúi kynnti drög að dagskrá Rökkurdaga sem haldnir verða dagana 13-22 október. Eins var farið yfir nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu Opinn október á Snæfellsnesi. Þar hefur Svæðisgarðurinn yfirumsjón með gerð kynningarefnis allra þeirra viðburða sem haldnir verða á Snæfellsnesi í októbermánuði. Vonast er til að þátttaka verði góð alls staðar á Nesinu og að saman verði hátíðirnar stærri og öflugri.
Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa áhugaverðu samvinnu sveitarfélagana á Snæfellsnesi.
Menningarnefnd - 9Farið yfir reikninga menningarsjóðs Eyrbyggju og þeir samþykktir.
Samþykkt að greitt verði úr sjóðnum fyrir þann kostnað sem til fellur vegna uppsetningar og formlegrar opnunar á myndavefnum www.baeringsstofa.is, með myndum frá Bæring Cecilssyni.
Einnig lagt til að fjölgað verði hvers konar sýningum í Sögumiðstöð.
Vefur fyrir myndir Bærings Cecilssonar er nánast tilbúinn og hugað að opnun hans á Rökkurdögum í október.Menningarnefnd - 9Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugaða opnun vefsins www.baeringsstofa.is sem verður opnaður formlega við setningu Rökkurdaga þann 13. október nk. í Bæringsstofu í Sögumiðstöðinni.
Menningarnefnd - 9Farið yfir stöðu á þeim styrkjum sem fengust frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sl. vetur.
Styrkur fékkst til hönnunar á áningarstað við Kolgrafafjarðarbúna og hefur Ráðgjafarfyrirtækið Alta hafið vinnu við deiliskipulag á svæðinu.
Einnig fékkst styrkur til lagfæringar á göngustígum við Kirkjufellsfoss. Almenna umhverfisþjónustan mun á næstu vikum hefja lagfæringar á göngustígunum og umhverfi þeirra.
Ræddar voru hugmyndir að umsóknum um styrki fyrir næstu úthlutun frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en næst verður auglýst eftir styrkumsóknum í október nk.
Gengið hefur verið frá samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellsness um að Grundarfjarðarbær fái til leigu húsnæði Verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 í Grundarfirði.Menningarnefnd - 9Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að eldri borgarar bæjarins fái til afnota húsnæði fyrir tómstundir sínar og félagsstarf. Nefndin fagnar því að samningur hafi náðst um leigu á húsnæði Verkalýðsfélags Snæfelsness að Borgarbraut 2 í Grundarfirði. Um er að ræða alla neðri hæð hússins sem mun nýtast eldri borgurum vel. Vinahús Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar fær einnig afnot af húsnæðinu sem og önnur félagasamtök og hópar.
Menningarnefnd - 9Farið yfir vinabæjarsamskipti Grundarfjarðarbæjar við Paimpol að undanförnu. Ánægjulegt var að fá listakonuna José Conan í heimsókn sl. vor og sýning hennar vakti mikla lukku í Sögumiðstöðinni. Eins kom stór hópur fólks frá Paimpol í júlí og átti hér góða viðdvöl.
Menningarnefndin er ánægð með framlag Grundapol til vinabæjarsamskipta undanfarin ár og vill hvetja félagið til áframhaldandi góðra verka í þágu vinabæjanna.Bókun fundarTil máls tóku EG, RG og EBB.
Menningarnefnd - 9Vert er að þakka góðar gjafir sem Grundarfjarðarbæ hafa borist á árinu 2016. Fyrst ber að nefna gjöf frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðarbæjar, en hingað kom sendinefnd með upplýsingaplatta til að setja við keltneska minningarkrossinn á Grundarkampi. Unnsteinn Guðmundsson gaf bænum styttu af háhyrningi sem staðsettur er í Paimpol garðinum. Loks fengu Grundfirðingar að gjöf höggmyndir frá listamanninum Liston (Lúðvík Karlssyni). Steinarnir eru tíu talsins og menningarnefnd bæjarins hefur verið falið að finna steinverkunum viðeigandi staði í samvinnu við listamanninn.