-
Bæjarráð - 488
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 10. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki II sem rekið er undir nafninu Nónsteinn að Mýrum, Grundarfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Mýrum verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 8. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á að Kverná, Grundarfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Kverná verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 15. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á sem Hellnafell gisting, að Hellnafelli, Grundarfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Hellnafelli verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
-
Bæjarráð - 488
Lagðar fram og farið yfir starfsumsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa, sem auglýst var laust til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust um starfið. Umsækjendur eru Karol Zambrowicz, Tryggvi Tryggvason og Þorsteinn Birgisson.
Jafnframt greint frá athugun bæjarstjóra á samstarfi við verkfræðinstofu, sem er í samræmi við ákvörðun síðasta bæjarráðsfundar.
Samþykkt að kalla tiltekna umsækjendur til viðtals áður en endanlega verður gengið frá ráðningu.
-
Bæjarráð - 488
Gerð grein fyrir helstu framkvæmdum sem unnið hefur verið að og hvað framundan er í þeim málum.
Gerð var grein fyrir óskum um smíði á fjárrétt í Kolgrafafirði, sem talið er nauðsynlegt að byggja. Fyrir fundinum lá áætlaður kostnaður við efniskaup fyrir framkvæmdina, sem er um 1 m. kr.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmdina í samráði við fulltrúa bænda (Búnaðarfélags Eyrarsveitar).
-
Bæjarráð - 488
Fyrir fundinum lá bréf Grundarfjarðarbæjar til Orkuveitunnar (OR) frá 20. júní sl., þar sem OR er tilkynnt að bæjaryfirvöld telji sig knúin til að leita réttar síns, með aðstoð lögmanns. Málið varðar efndir OR á samningi frá 20. sept. 2005, um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá lögmanni bæjarins, Andra Árnasyni, hjá Juris um stöðu undirbúnings málsins og hvernig lögmenn Juris telja heppilegast að undirbúa málið til þess að knýja fram efndir OR á samningnum.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmönnum bæjarins að vinna áfram að undirbúningi málsins í samræmi við umræður á fundinum. Leitast verði við að hraða undirbúningi eins og frekast er kostur.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn verður í Félagsheimilinu Klifi í dag, 23. ágúst 2016.
Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á fundinn.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram erindi Bændasamtaka Íslands frá 9. ágúst sl., þar sem tilkynnt er um ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil.
-
Bæjarráð - 488
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar sem haldinn var í Ráðhúsi Grundarfjarðar 5. ágúst sl. með fulltrúum Breiðafjarðarnefndar og Grundarfjarðarbæjar.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram til kynningar nýtt starfsleyfi fyrir gámastöð Grundarfjarðar. Starfsleyfið er gefið út til 12 ára með ákvæðum um endurskoðun á fjögurra ára fresti.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 22. júlí sl., þar sem tilkynnt er um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar á umsögn um lýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, sem óskað var eftir með bréfi sveitarfélagsins frá 20. júní sl.
-
Bæjarráð - 488
Lagt fram til kynningar samkomulag milli Dodds ehf. og Grundarfjarðarbæjar um frágang lóðamála að Hjallatúni 2, Grundarfirði.
-
Bæjarráð - 488
Lagður fram til kynningar samningur dags. 18. júlí sl., milli Grundarfjarðarbæjar og Tómasar Freys Kristjánssonar um kaup bæjarins á ljósmyndun og myndum.