Gerð grein fyrir miklu álagi sem verið hefur á helstu ferðamannastaði í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að brugðist sé við þessari miklu umferð. Lagfæra þarf göngustíga og reyna að stýra straumnum með þar til gerðum girðingum þar sem mögulegt er. Jafnframt er mjög brýnt að fara yfir merkingar og setja upp bæði leiðbeinandi og upplýsandi skilti fyrir ferðafólk. Í þessu sambandi er talið mjög mikilvægt að vinna í góðri samvinnu við landeigendur þ.a. unnt verði að hámarka upplifun ferðamanna á sama tíma og séð er til þess að tillit sé tekið til náttúrunnar og umhverfisins.
Til máls tóku JÓK, BP, ÞS og EG.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kallað verði hið fyrsta eftir fundi með fulltrúum landeigenda umhverfis Kirkjufell þar sem leitað verði lausna á þeim málum sem þarfnast úrlausnar.
Til máls tóku JÓK, BP, ÞS og EG.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kallað verði hið fyrsta eftir fundi með fulltrúum landeigenda umhverfis Kirkjufell þar sem leitað verði lausna á þeim málum sem þarfnast úrlausnar.