Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 30.05.2016, varðandi rekstur almenningssamgangna á Vesturlandi, þar sem kynntar eru hugmyndir um hagræðingu í rekstri og jafnframt hugmyndir um gjaldskrárbreytingar.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af erfiðleikum við rekstur almenningssamgangnakerfisins. Á þeim grunni er eðlilegt að skoða hvernig best verður staðið að því að bæta reksturinn. Jafnframt telur bæjarstjórn að ígrunda þurfi vel hvernig gjaldskránni verði breytt með tilliti til jafnræðis.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af erfiðleikum við rekstur almenningssamgangnakerfisins. Á þeim grunni er eðlilegt að skoða hvernig best verður staðið að því að bæta reksturinn. Jafnframt telur bæjarstjórn að ígrunda þurfi vel hvernig gjaldskránni verði breytt með tilliti til jafnræðis.