Lögð fram fundargerð Öldungaráðs Grundarfjarðar frá 19.04.2016. Í fundargerðinni er bent á nokkur atriði sem betur mega fara og einnig velt upp nokkrum hugmyndum varðandi húsnæði o.fl. fyrir starfsemi eldri borgara.
Til máls tóku HK, EG, EBB og ÞS.
Bæjarstjórn vísar fundargerðinni til nánari umfjöllunar í bæjarráði og mælist til þess að umsjónarmenn Samkomuhúss Grundarfjarðar verði boðaðir á næsta fund bæjarráðs.
Fjallað um fundargerð Öldungaráðs frá 19.04.2016, sem tekin var fyrir á bæjarstjórnarfundi 12.05.2016 og vísað til frekari afgreiðslu í bæjarráði. Í fundargerðinni koma fram nokkrar ábendingar og óskir um atriði sem betur mega fara varðandi þjónustu við eldri borgara.
Farið yfir stöðu einstakra mála, sem fram komu í fundargerðinni, svo sem afnot af samkomuhúsi, hreyfimöguleika fyrir aldraða á hálkutímum, sjúkraþjálfun, púttvöll, íþróttaiðkun aldraðra og öryrkja og varanleg húsnæðismál fyrir starfsemi aldraðra o.fl.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði falið ásamt fulltrúum úr bæjarráði að ræða við fulltrúa ráðsins um þessi mál og önnur mál er snúa að þjónustu við aldraða.
Til máls tóku HK, EG, EBB og ÞS.
Bæjarstjórn vísar fundargerðinni til nánari umfjöllunar í bæjarráði og mælist til þess að umsjónarmenn Samkomuhúss Grundarfjarðar verði boðaðir á næsta fund bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.