Lagður fram ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Farið var yfir ársreikninginn. Samkvæmt reikningnum eru heildartekjur 92,7 m.kr. Laun og rekstrargjöld eru 54,8 m.kr. Rekstrarafkoma fyir fjármagnsliði er því 37,9 m.kr. og að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 1,7 m.kr. er rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs jákvæð um 36,2 m.kr. Handbært fé frá rekstri þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum o.fl. er 48.9 m.kr. og þegar tekið hefur verið tillit til fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfinga er handbært fé í árslok 25 m.kr.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikning Hafnarsjóðs fyrir árið 2015 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikning Hafnarsjóðs fyrir árið 2015 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.