Hugmyndir settar fram um að merkja nokkurs konar álfa- og sögugönguleið í Grundarfirði. Ýmsir áhugaverðir staðir eru í bænum og við bæinn sem gaman væri að halda á lofti og benda ferðamönnum á.
Lagt var til að skipaður yrði undirbúningshópur fyrir verkið til að safna saman hugmyndum og gera drög að slíkri gönguleið. Mikilvægt er að þetta verkefni skarist á engan hátt við það einkaframtak sem er til staðar við göngu með ferðamönnum um bæinn.
Samhljóða samþykkt.