Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 26. janúar sl., þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisstofnunin beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem fyrst.
Lögð fram bréf bæjarins til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 26. og 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir því við Heilbrigðisstofnunina að hún beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði.
Í svarbréfi stofnunarinnar frá 15. febrúar sl. er lýst yfir vilja til að vinna að framgangi málsins innan þess ramma sem stofnuninni er búinn.
Bæjarráð Grundarfjarðar felur bæjarstjóra að leita allra leiða í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina, til þess að koma á fót þjónustu sjúkraþjálfa í Grundarfirði, eins og óskað hefur verið eftir.
Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), dags. 9. júní sl., varðandi framvindu sjúkraþjálfaramála í Grundarfirði. Í bréfinu kemur fram að aðstaða fyrir sjúkraþjálfara er til staðar í heilsugæslunni og unnið er að kaupum á nauðsynlegum tækjabúnaði.
Bæjarráð fagnar því að hreyfing sé á þessum málum eins og óskað hefur verið eftir. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að HVE auglýsi sem fyrst eftir sjúkraþjálfara til starfa.
Bæjaryfirvöld munu styðja við framgang mála eins og frekast er kostur. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málum í samvinnu við HVE.
Lögð fram til kynningar auglýsing Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þar sem auglýst er eftir sjúkraþjálfara til starfa á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði, þar hefur verið innréttuð vinnuaðstaða fyrir starfsemi sjúkraþjálfara. Bæjaryfirvöld hafa leitað eftir því við HVE um nokkurt skeið að starfsemi af þessum toga sé starfrækt í Grundarfirði. Ánægjulegt er til þess að vita að nú hylli undir slíkt.
Lagt fram bréf bæjarins dags. 4. sept. sl. til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem lögð er mikil áhersla á að stofnunin komi á fót sjúkraþjálfun í Grundarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem fyrst.