Lagt fram yfirlit á sorpflokkum og sorpmagni í Grundarfirði fyrir árið 2015. Í heild er sorp á gámasvæði og frá heimilum 501 tonn á árinu 2015. Þar af eru 139,5 tonn frá heimilum. Rétt um helmingur þess fer í endurvinnslu og moltugerð og hinn helmingurinn í urðun. Á gámasvæðinu er tekið á móti 361,8 tonnum og fara 56% í endurvinnslu, 20 % á tipp, 22% í urðun og 3% í eyðingu. Markmiðið er að lágmarka það sem til urðunar fer.
Markmiðið er að lágmarka það sem til urðunar fer.