Lagt fram bréf Hitaveitu Kóngsbakka h/f frá 28. des. sl. til Veitna ohf., þar sem óskað er eftir því að Orkuveita Reykjavíkur/Veitur ohf. kanni þann möguleika að bora eftir heitu vatni í landi Kóngsbakka, sem nýtast megi Grundfirðingum og nærsveitum til hitaveituvæðingar. Bæjarstjórn Grundarfjarðar felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að fylgja erindinu eftir við Orkuveitu Reykjavíkur/Veitur ohf. á grundvelli samnings milli aðila um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar. Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða. Allir tóku til máls.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
Allir tóku til máls.