Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 11.12.2015, varðandi endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra. Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runnin út og þarf því að kanna með vilja sveitarfélaga til þess að endurnýja samninginn.
Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að aðildarsveitarfélögin ræði saman varðandi framhald mála, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Lagt til að Samband sveitarfélaga á Vesturlandi boði slíkan fund við fyrstu hentugleika. Sérstaklega verði skoðað hvort ekki sé heppilegt að þjónustusvæðið verði brotið upp og í stað þess að hafa eitt sameiginlegt þjónustusvæði verði þau fleiri, til að mynda verði Snæfellsnes hugsanlega eitt þjónustusvæði.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
Jafnframt lögð fram til kynningar dagskrá fundar sem haldinn verður 16. des. nk. á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.
Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að aðildarsveitarfélögin ræði saman varðandi framhald mála, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Lagt til að Samband sveitarfélaga á Vesturlandi boði slíkan fund við fyrstu hentugleika.
Sérstaklega verði skoðað hvort ekki sé heppilegt að þjónustusvæðið verði brotið upp og í stað þess að hafa eitt sameiginlegt þjónustusvæði verði þau fleiri, til að mynda verði Snæfellsnes hugsanlega eitt þjónustusvæði.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
Jafnframt lögð fram til kynningar dagskrá fundar sem haldinn verður 16. des. nk. á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.