Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Setbergssóknar, þar sem óskað er aðkomu bæjaryfirvalda að ráðningu organista í hlutastarf eða styrkveitingu til þess að liðka fyrir ráðningu organistans.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni sóknarnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa sóknarnefndarinnar um aðkomu sveitarfélagsins í ráðningu organista til Setbergssóknar. Miða skal við að styrkur sveitarfélagsins nemi allt að 50% af föstum launum viðkomandi starfsmanns eða að hann verði ráðinn í sambærilegt stöðuhlutfall hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni sóknarnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa sóknarnefndarinnar um aðkomu sveitarfélagsins í ráðningu organista til Setbergssóknar. Miða skal við að styrkur sveitarfélagsins nemi allt að 50% af föstum launum viðkomandi starfsmanns eða að hann verði ráðinn í sambærilegt stöðuhlutfall hjá sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.