Farið var yfir stöðu, hlutverk og framtíð Sögumiðstöðvar. Ákveðið að kanna samstarf við Brönufélagið varðandi viðbyggingu yfir bátinn Brönu. BS kannar málið.
Samþykkt að taka niður verkfæri á veggnum gegnt Brönu, mála hann og hengja upp sýningarspjöld. Menningar- og markaðsfulltrúa falin umsjón með verkinu.
Lagt til að hafist verði handa við útboð á rekstri Kaffi Emils og jafnvel upplýsingamiðstöð um leið að hluta.
Lagt fram minnisblað um málefni Sögumiðstöðvar þar sem fjallað er um mótun framtíðar Sögumiðstöðvar og mögulegar breytingar, samstarf við Brönu félagið, rekstur kaffihúss og upplýsingamiðstöðvar.
Allir tóku til máls.
Lagt til að bæjarstjóra sé falið að láta bjóða út rekstur kaffihúss í húsnæði Sögumiðstöðvar. Jafnframt að menningarnefnd sé falið að vinna áfram að útfærslu hugmynda um starfsemi Sögumiðstöðvar.
Farið var yfir ýmsa möguleika í uppröðun hluta og mubla í Sögumiðstöðinni. Hlutverk hússins er víðtækt og líklegt að koma megi hlutum þannig fyrir að öll hlutverk hússins fái notið sín betur.
Samþykkt samhljóða að hafa samband við arkitekt til að fara í hugmyndavinnu varðandi bestu nýtingu Sögumiðstöðvarinnar fyrir komandi sumar. Æskilegt að framkvæmdum verði lokið fyrir miðjan apríl. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að hafa samband við arkitekt og fylgja verkefninu eftir. Miklar vangaveltur um bátinn Brönu. Hvort Sögumiðstöðin sé besti staðurinn til að varðveita hann. Miðað við breytt hlutverk Sögumiðstöðvarinnar undanfarin ár þá kemur upp sú spurning hvort rétt sé að varðveita bátinn annars staðar og nýta húsnæðið fyrir aðra hluti. Brýnt er að vera í sambandi við Brönufélagið um þessi mál og taka endanlega ákvörðun í samráði við aðstandendur þess.
Samþykkt að taka niður verkfæri á veggnum gegnt Brönu, mála hann og hengja upp sýningarspjöld. Menningar- og markaðsfulltrúa falin umsjón með verkinu.
Lagt til að hafist verði handa við útboð á rekstri Kaffi Emils og jafnvel upplýsingamiðstöð um leið að hluta.