Menningarnefnd - 7Gengið var til kosninga á varaformanni og ritara nefndar. Lagt til að Bjarni Sigurbjörnsson verði varaformaður og Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi, ritari nefndar.
Menningarnefnd - 7Farið var yfir stöðu, hlutverk og framtíð Sögumiðstöðvar. Ákveðið að kanna samstarf við Brönufélagið varðandi viðbyggingu yfir bátinn Brönu. BS kannar málið.
Samþykkt að taka niður verkfæri á veggnum gegnt Brönu, mála hann og hengja upp sýningarspjöld. Menningar- og markaðsfulltrúa falin umsjón með verkinu.
Lagt til að hafist verði handa við útboð á rekstri Kaffi Emils og jafnvel upplýsingamiðstöð um leið að hluta. Bókun fundarMálefnið er tekið fyrir í 7. lið þessa fundar.
Menningarnefnd - 7Úrslit í hinni árlegu ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verða tilkynnt á aðventudegi kvenfélagsins þann 29. nóvember nk. Valdir voru dómarar fyrir keppnina og munu þeir hittast í vikunni fyrir aðventudaginn.
Menningarnefnd - 7Lögð fram drög að menningarstefnu Grundarfjarðarbæjar frá því fyrr á þessu ári. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að fylla inn í menningarstefnuna. Frekari umfjöllun um menningarstefnu verður á fyrri hluta ársins 2016.
Menningarnefnd - 7Menningarverðlaunin Helgrindur hafa verið veitt undanfarin ár og er nú lagt til að breyta fyrirkomulaginu þannig að verðlaunin verði veitt með lengra millibili, t.d. á 4-5 ára fresti.
Samþykkt að menningarverðlaunin Helgrindur verði veitt næst árið 2020.
Menningarnefnd - 7Menningar- og markaðsfulltrúi fór yfir þá árlegu viðburði sem snerta menningarnefndina að beiðni formanns. Bein aðkoma nefndarinnar er að Safnadegi á Snæfellsnesi sumardaginn fyrsta ár hvert, Rökkurdögum í október/nóvember og Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar.
Vangaveltur eru um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðis bæjarins og hvort hugsanlega væri hentugra að bjóða reksturinn út.
Samþykkt að fá forstöðumann íþróttamannvirkja til að kynna reksturinn fyrir nefndinni á næsta fundi.