Bæjarráð - 477Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt viðhalds- og fjárfestingaáætlun og yfirliti sem sýnir samanburð milli upphaflegrar áætlunar 2015, útkomuspár ársins 2015 og fjárhagsáætlunar 2016 eins og hún liggur fyrir á fundinum.
Fyrir fundinum lágu einnig tillögur um álagningu útsvars og fasteignagjalda.
Bæjarráð leggur til að álagning útsvars verði áfram sú sama, 14,52% eða hámarks leyfileg álagning.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.
Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2017-2019.
Að umfjöllun lokinni vísar bæjarráð fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 477Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 476. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.