Málsnúmer 1509025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 475. fundur - 01.10.2015

Lögð fram og kynnt umræðuefni á fundi forsvarsmanna Grundarfjarðarbæjar og þingmanna kjördæmisins, sem fram fór á Hótel Hamri í Borgarnesi 30.09.2015. Meðal umræðuefna voru fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun hafnarinnar, kvótamál og lög um stjórn fiskveiða, málefni fatlaðra, jöfnun húshitunarkostnaðar og átak til leitar á heitu vatni, málefni flóttamanna, samskipti bæjarfélagsins og Íbúðalánasjóðs varðandi íbúðir í eigu hans í bæjarfélaginu, vegamál, viðhald og þjónusta vega, aukin hálkueyðing og snjómokstur. Ennfremur voru rædd málefni Kvíabryggju, löggæslumál o. fl.