Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 17. júlí sl., varðandi styrkveitingar í tengslum við unglingalandsmót UMFÍ, sem til stóð að halda í Grundarfirði árið 2009.
Bæjarstjóra falið að svara ráðuneytinu og leita lausna.
Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar frá 12. nóv. sl. til Mennta- og mennningarmálaráðuneytisins, varðandi frágang mála er lúta að Landsmóti unglinga UMFÍ í frjálsum íþróttum, sem til stóð að halda í Grundarfirði 2009/2010. Gerð var grein fyrir fundum sem forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa átt með ráðuneytinu, fjárlaganefnd Alþingis o.fl., varðandi málið.
Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 19. feb. sl., þar sem svarað er erindi Grundarfjarðarbæjar frá 12. nóv. 2015, varðandi uppgjörsmál milli ráðineytisins og Grundarfjarðarbæjar í tengslum við unglingalandsmót, sem fyrirhugað var að halda í Grundarfirði, en tókst ekki að halda. Með niðurstöðu ráðuneytisins er alfarið orðið við beiðni bæjarins frá 12. nóv. sl.
Bæjarstjóra falið að svara ráðuneytinu og leita lausna.