Í framhaldi af fundi sem haldinn var með atvinnufyrirtækjum í Grundarfirði 9. desember sl. telur bæjarstjórn mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til þess að efla og fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Í þessum áfanga var sérstaklega rætt um möguleika á hafnsækinni starfsemi. Bæjarstjóra, hafnarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að koma verkefninu áfram.