Breyting á aðalskipulagi 2003-2015 vegna aðveitustöðvar fyrir rafmagn var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli, Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Lauk athugasemdafresti 11. júní 2015. Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti, Vegagerðinni, Orkustofnun, Landsneti, Rarik og Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Allar umsagnir hafa borist.