Úrslit í hinni árlegu ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verða tilkynnt á aðventudegi kvenfélagsins þann 29. nóvember nk. Valdir voru dómarar fyrir keppnina og munu þeir hittast í vikunni fyrir aðventudaginn.
Hin árlega ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar hefur verið haldin með nýju þema hvert ár. Ákveða þarf því nýtt þema fyrir árið 2016 og hefja keppnina formlega. Farið var yfir þemu undanfarinna ára og settar fram hugmyndir fyrir næstu keppni.
Samþykkt var samhljóða að þema Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2016 verði "líf og leikur".