Norðurgarður C, Djúpiklettur sækir um byggingarleyfi fyrir 80,5 m2 vélageymslu á lóð sinni. Áður hefur verið gefið út byggingarleyfi á fundi 137. árið 2013 en það leyfi er útrunnið og er því sótt um aftur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.