- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kæru íbúar!
Í dag greindust ekki ný smit í Grundarfirði. Þrjú eru með staðfest smit í þessari þriðju bylgju Covid-19 og eru í einangrun. Tíu eru í sóttkví. Við sendum þeim öllum hlýjar kveðjur.
Annars er staðan óbreytt á Vesturlandi frá í gær, samtals 26 í einangrun og 30 í sóttkví. Fjöldi smitaðra á landinu hefur vaxið alveg frá 14. september sl. og nú eru 605 í einangrun.
Covid-göngudeild Landspítalans fylgist með þeim sem eru í einangrun víðs vegar um landið. Göngudeildin hringir í fólkið daglega, en annan hvern dag ef veikindi eru lítil eða einkenni hverfandi. Sé fólk mjög veikt, þá hringir starfsfólk göngudeildarinnar beint í vaktsíma viðkomandi heilsugæslulæknis og hann er beðinn um að fara í vitjun. Það er gott að vita til þessa stuðnings við þau sem veikjast.
Það er ekki skömm að því að smitast
Það er engin skömm að því að smitast. Jafnvel fólk sem hefur passað sig getur smitast og stundum veit enginn hvaðan smitið kemur. Í upphafi Covidtímans var mikið hamrað á þessu. Í dag finnst mér eins og það eigi ekki að þurfa að árétta þetta. Smit eru ekki feimnismál. Við vitum að við getum öll smitast og þá er gott að finna fyrir umhyggju annarra.
Björg