Vinnuskólinn hafinn

Þriðjudaginn 6. júní sl. hófst vinnuskólinn í Grundarfirði. Fyrri hópurinn vinnur frá 6. júní til 6. júlí og seinni hópurinn byrjar 3. júlí og verður til 2. ágúst. Auk hefðbundinnar vinnu fá krakkarnir ýmiss konar fræðslu. Þau heimsækja bankana og fá kynningu á starfsemi Slökkviliðs Grundarfjarðar svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi mynd var tekin í rigningunni í vikunni þegar starfsmenn vinnuskóla voru að hreinsa í kringum Sýn, minnisvörð um látna sjómenn.  

Umhverfi og menning

Laugardaginn 20. maí sl. var haldinn umhverfis- og menningardagur Grundfirðinga. Dagurinn var haldinn að tillögu fræðslu- og menningarmálanefndar en einnig höfðu einstaklingar í bænum haft frumkvæði og komið með hugmyndir að dagskrá þessa dags. Hvatt var til almenns hreinsunarátaks og tiltektar í bænum, auk þess sem sérstök menningar- og fræðsludagskrá var í Sögumiðstöðinni.

Landaður afli í maí

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í maí var 2.382 tonn. Landaður afli í maí árið 2005 var 2.530 tonn og 1.171 tonn árið 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá aflann sundurskiptan eftir tegundum öll þrjú árin.   Tegundir 2006 2005 2004   Þorskur 446.889    499.597 390.344  Kg Ýsa 349.470    475.178 89.201  kg Karfi 534.171    658.480 233.769  kg Steinbítur 11.364    31.476 9.869  kg Ufsi 49.034    102.261 54.318  kg Beitukóngur 39.485    49.809 0  kg Rækja 204.613    163.342 64.996  kg Langa  11.816    3.946 2.547  kg Keila 2.792    3.007 2.970  kg Gámafiskur 663.021    475.833 298.482  kg Aðrar tegundir  69.293    67.743 25.013  kg Samtals 2.381.948    2.530.672    1.171.509      

Vestlendingar á vegum RKÍ í Gambíu

Um árabil hafa Vesturlandsdeildir Rauða Kross Íslands haft samstarf við deildina í „Vestursýslu í Gambíu“ og eru þrír félagar úr Rauða Krossdeildum á Vesturlandi nú staddir í Gambíu, til að efla samstarfið og auka tengslin milli þessara deilda.   Hildur Sæmundsdóttir með börnum í Gambíu   Við Grundfirðingar eigum okkar fulltrúa í þessu ferðalagi, en það er hún Hildur Sæmundsdóttir, frá Grundarfjarðardeild RKÍ, hin eru Björn frá Stykkishólmsdeild og Kristín frá Borgarfjarðardeild. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á vefslóðinni: http://vesturland-afrika.blogspot.com/

Fyrsti heimaleikur sumarsins.

Í dag kl 17 er fyrsti heimaleikur sumarsins. Stelpurnar í 4.fl spila við Víking R.  UMFG er með 6 lið á íslandsmótinu í fótbolta þetta sumarið það eru 6.fl ka og kv , 5.fl ka, 4.fl ka og kv og 3. fl kv. Einnig erum við í samstarfi við Víðking Ó og Snæfell um 2. og 3.fl karla.  Hvetjum alla til að mæta á völlinn í dag og hvetja stelpurnar áfram til sigurs.

Útskrift frá Leikskólanum Sólvöllum

Miðvikudaginn 31. maí sl. var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár eru útskrifaðir 16 nemendur. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu þar sem útskriftarnemendur mættu ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Krakkarnir settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappan sín. Eftir athöfnina í samkomuhúsinu var farið í skrúðgöngu út á Kaffi 59 þar sem flatbökuveisla beið þeirra.   Útskriftarnemendur 2006  

Sóknarhugur í Skógræktarmálum í Grundarfirði

Uppi eru áform um verulegt átak í skógrækt í Grundarfirði. Skógræktarfélag Eyrarsveitar hefur staðið fyrir gróðursetningu í hlíðina fyrir ofan bæinn í nokkur ár, en nú stendur til að gera meira.   

Svar við spurningu vikunnar

Í Krossnesi og Kirkjufelli voru hálfkirkjur. 141 tóku þátt og voru 63 eða 45% með rétt svar. 

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

17 krakkar á aldrinum 11 – 15 ára frá UMFG fóru í æfingabúðir í frjálsum dagana 24. – 25. maí.  Byrjað var í Borgarnesi á æfingu en síðan var haldið upp að Varmalandi þar sem farið var í sund og grillaðar pylsur ofaní mannskapinn. Gist var í Þinghamri. Létt morgunæfing var tekin dagin eftir og farið í sund, eftir sundið beið súpa og brauð í hádegismatinn. Síðan var farið niður í Borgarnes aftur og tekin góð æfing þar í lokin. Krakkarnir voru til fyrirmyndar og voru sér og sínum til sóma. Alls mættu tæplega 70 krakkar frá UMSB, HSH, UDN og Skipaskaga, en þetta var liður í Vesturlandssamstarfi félagana í frjálsum íþróttum.   KH  

Firmakeppni 2006

Firmakeppni Hesteigendafélags Grundarfjarðar var haldin laugardaginn 27. maí sl. Alls tóku um 45 fyrirtæki og einstaklingar þátt. Mótið fékk á sig alþjóðlegan blæ þar sem farþegar af skemmtiferðaskipi sem lá á firðinum komu og horfðu á.   Keppendur í unglingaflokki f.v.: Ástrós Eiðsdóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson og Ingólfur Örn Kristjánsson