Annáll Grundarfjarðarbæjar 2002-2006

Þann 11. júní sl. rann út umboð fráfarandi bæjarstjórnar og nýkjörin bæjarstjórn fékk umboð sitt skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga.  Fyrir nokkru tók ég saman yfirlit yfir helstu verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins á síðustu árum, sem þróaðist svo út í annál yfir starfsemi bæjarins á liðnu kjörtímabili. Svona ef lesendur skyldu ekki vera búnir að fá nóg af umfjöllun um bæjarmálefni, nú að nýafstöðnum kosningum, þá er kjörið að svala fróðleiksþorstanum með því að kíkja á eftirfarandi samantekt.   Sjá grein bæjarstjóra í heild sinni hér.  

Fjölskyldan á fjallið

Í gær, 14. júní, var árleg afmælisganga Siggu Dísar á Eyrarfjall. Í ár var gangan liður í verkefninu Göngum um Ísland, fjölskyldan á fjallið. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmið verkefnisins er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.  

Sæbjörg í Grundarfjarðarhöfn

Dagana 14. - 16. júní stendur yfir Endurmenntunarnámskeið 1 í  öryggisfræðslu um borð í Sæbjörgu við höfnina. Um 30 sjómenn taka þátt í námskeiðinu að þessu sinni. Sjá nánar um námskeiðið hér.   Sæbjörg í Grundarfjarðarhöfn

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar var haldinn í gær, 13. júní 2006. Nýjar bæjarstjórnir tóku formlega við þann 11. júní sl. Á fundinum var kosið í allar nefndir og ráð bæjarins og í embætti bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar var kjörin Sigríður Finsen og varaforseti Þórey Jónsdóttir. Í bæjarráði sitja Ásgeir Valdimarsson, Sigríður Finsen og Gísli Ólafsson. Fundurinn var síðasti bæjarstjórnarfundur Bjargar Ágústsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra. Þakkaði hún bæjarfulltrúum fyrr og nú fyrir samstarfið og óskaði nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.  Sjá lista yfir allar nefndir og ráð hér.   Gísli Ólafsson, Una Ýr Jörundsdóttir, Emil Sigurðsson, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Finsen, Rósa Guðmundsdóttir, Ásgeir Valdimarsson og Þórður Magnússon, sem sat fundinn sem varamaður fyrir Þóreyju Jónsd.

Knattspyrnumót á Blönduósi.

Knattspyrnuráð karla og kvenna eru að láta gera fóðraða vindjakka á krakkana sem að fara á Smábæjarleikana á Blönduósi. Þeir foreldrar sem að hafa áhuga á að eignast jakka eru beðnir um að hafa samband við Eygló í síma 863-0185.   Einnig er verið að taka við pöntunum á UMFG göllum og þurfa pantanir fyrir Blönduósmótið að berast fyrir föstudag. Hægt er að fá stakar buxur eða stakan jakka.

73. Stjórnarfundur

73. Stjórnarfundur Eyrbyggja 13. júní 2006 kl. 20:00 í landbúnaðarráðuneytinu.   Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson.   Dagskrá: 1. Efni bókar og leiðréttingar 2. Útkoma bókar 3. Önnur mál.  

Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans

Á sjómannadaginn, var opnuð sýningin „Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans“ í Sögumiðstöðinni, í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Með því hófst byggð í Grafarnesi, sem lagði grunninn að þeirri byggð sem við þekkjum í dag. Með vélvæðingu fiskiskipaflotans hófst eitt mesta framfaraskeið íslenskrar þjóðar og markað var upphafið að forsendum þeirra lífsgæða sem við njótum í dag.    

Bæjarstjórnarfundur

Þriðjudaginn 13. júní nk. verður fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar haldinn í Grunnskólanum. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins: 

Opnun sýningar - Skemmtisigling

Vakin er athygli á að skemmtisiglingu sem vera átti kl. 13 er frestað til kl. 17 í dag. Farið frá stóru bryggju. Dagskrá Sjómannadagshelgar er annars framhaldið á Sjómannadeginum sjálfum og er þannig í dag:   Kl. 14.00: Opnun sýningarinnar ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans" í Eyrbyggju - Sögumiðstöð. Í tilefni þess að 100 ár eru frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Allir velkomnir. Einnig er vakin athygli á þeirri nýjung að hægt er að gerast ,,Vinur Sögumiðstöðvarinnar" með því að kaupa árskort sem fylgja ýmis fríðindi.   Kl. 14 og áfram: Kvenfélagið Gleym-mér-ei með árlegt Sjómannadagskaffi, í samkomuhúsinu.   Kl. 14 - 15.30: Fatasund fyrir börnin, í Sundlaug Grundarfjarðar. Mæta í hreinum fötum, takk!

Kvennahlaup - Sjómannadagur - Höfn í 100 ár

Í ár hittist svo á að Kvennahlaup ÍSÍ er skipulagt laugardaginn 10. júní og hittir á Sjómannadagshelgi. Í Grundarfirði verða hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins á laugardegi og sunnudegi. Það er Björgunarsveitin Klakkur sem sér um hátíðarhöldin fyrir Sjómannadagsráð. Sérstök athygli er líka vakin á opnun nýrrar sýningar í Eyrbyggju - Sögumiðstöð á Sjómannadag kl. 14 undir yfirskriftinni ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans". Eftirfarandi er dagskrá helgarinnar:   Kvennahlaup í Grundarfirði: Lagt af stað frá sundlauginni kl. 12.00. Skráning fer fram hjá Kristínu Höllu í síma 899 3043. Skráningargjald er 1000 kr. Mætið tímanlega.   Hátíðarmessa í tilefni Sjómannadags: Laugardaginn 10. júní kl. 13.00. Sr. Elínborg Sturludóttir predikar, Guðm. Smári Guðmundsson flytur hátíðarræðu. Lúðrasveit Verkalýðsins. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerkinu Sýn, við kirkjuna. Skrúðganga að lokinni messu að hátíðarsvæði við höfnina.