Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar var haldinn í gær, 13. júní 2006. Nýjar bæjarstjórnir tóku formlega við þann 11. júní sl. Á fundinum var kosið í allar nefndir og ráð bæjarins og í embætti bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar var kjörin Sigríður Finsen og varaforseti Þórey Jónsdóttir. Í bæjarráði sitja Ásgeir Valdimarsson, Sigríður Finsen og Gísli Ólafsson.
Fundurinn var síðasti bæjarstjórnarfundur Bjargar Ágústsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra. Þakkaði hún bæjarfulltrúum fyrr og nú fyrir samstarfið og óskaði nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.
Sjá lista yfir allar nefndir og ráð hér.
Gísli Ólafsson, Una Ýr Jörundsdóttir, Emil Sigurðsson, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Finsen, Rósa Guðmundsdóttir, Ásgeir Valdimarsson og Þórður Magnússon, sem sat fundinn sem varamaður fyrir Þóreyju Jónsd.