Á sagnaslóð með Inga Hans

Sunnudaginn 2. júlí næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Inga Hans.  Gengið verður um fornar byggðir við innanverðan Búlandshöfða. Lagt verður af stað frá Sögumiðstöðinni kl. 15.  Þátttakendur aka síðan á eigin bílum að Búlandshöfða.  Gangan tekur um 2 klst. og kostar kr. 500 fyrir fullorðna, en er frítt fyrir börn.  Nánari upplýsingar og skráning í síma 438 1881.  

Útkall

Áhugafólk um vinarbæjartengsl Grundarfjarðar og Paimpol. Sunnudaginn 9. júlí eigum við von á á annað hundrað manns í tengslum við siglingakeppnina Skippers d'Islande.    Okkur vantar margvíslega hjálp vegna móttöku siglingakeppninnar.  

Rétt svar við spurningu vikunnar.

Mjólkursamlagið í Grundarfirði var lagt niður þann 28. febrúar 1974. Að þessu sinni tóku 71 manns þátt en 28 voru með rétt svar eða 39,4%. 

Siglingakeppnin Skippers d'Islande hefst í dag

Eftirfarandi frétt birtist á www.mbl.is í dag 24. júní:   SIGLINGAR franskra sjómanna á Íslandsmið forðum verða ofarlega í huga manna í hafnarbænum Paimpol á Bretaníuskaga í dag, en þá hefst þar siglingakeppni sem skírskotar til fiskveiða á frönskum gólettum við Ísland á 18., 19. og framan af 20. öld. Nítján skútur leggja þá upp í keppnina Skippers d'Islande. Tómas Ingi Olrich sendiherra í París ræsir skúturnar af stað. Tvær aldnar gólettur, sömu gerðar og skútur sem sigldu til Íslandsveiða frá Paimpol, verða í höfninni við upphaf keppninnar, en þær notar franski flotinn sem skólaskip.

Landfylling við höfnina

Vinna við landfyllingu við höfnina gengur vel. Sanddæluskipið Perla er nú að dæla um 30 þúsund rúmmetrum af efni í landfyllinguna. Gert er ráð fyrir að skipið verði hér eitthvað fram í næstu viku við dælingu.   Perla í Grundarfjarðarhöfn  

Grillveisla í áhaldahúsinu

Starfsfólk áhaldahúss og vinnuskóla notuðu góðviðrið í dag og grilluðu í hádeginu. Undanfarið hefur veðrið ekki verið með besta móti og var tækifærið sem gafst í dag notað til að fagna sólinni þó ekki hafi nú hitastig verið sérlega hátt.   Valgeir og Ingibjörg grilluðu af mikilli fagmennsku

Jónsmessuguðsþjónusta og ganga á Klakkinn

Guðsþjónusta verður kl. 21 í Setbergskirkju. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari, Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar. Organisti: Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftir guðsþjónustu verður gengið á Klakkinn.Lagt verður af stað frá Bárarfossi kl. 22.15 undir forystu Halls Pálssonar.

Vantar þig aðstoð í garðinum?

Dagana 3. til 6. júlí nk. mun vinnuskólinn bjóða upp á ókeypis aðstoð í görðum hjá einstaklingum.   Boðið verður m.a. upp á hreinsun beða, málun grindverka, gróðursetningu, ruslatínslu og aðra almenna garðvinnu, þó ekki með vélum. Skilyrði er að fullorðinn einstaklingur sé jafnframt á staðnum og leiðbeini.   Umsjónarmaður vinnuskólans, Ingibjörg Sigurðardóttir, mun hafa umsjón með þessari vinnu, metur verkefnin og sér um að útdeila þeim til vinnuskólans.   Sótt er um á bæjarskrifstofunni í síma 4308500 eða netfang grundarfjordur@grundarfjordur.is. Taka þarf fram hvaða aðstoðar sé óskað og á hvaða tíma. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 29. júní.   Vinnuskólinn  

Íslenskir þjóðbúningar, handverk og kaffiboð í Norska húsinu í Stykkishólmi

N.k. laugardag, þann 24. júní, verður Þjóðbúningadagur í Norska húsinu í Stykkishólmi og geta gestir kynnt sér íslenska þjóðbúninga og handverk þeim tengt, á milli klukkan 14.00 og 16.00.    

Rétt svar við spurningu vikunnar

Fyrsti forstöðumaður Kvíabryggju var Ragnar Guðjónsson. 190 manns tóku þátt og voru 102 eða 53.7% með rétt svar.