Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júní var 1.322 tonn. Landaður afli í júní árið 2005 var 1.402 tonn og 1.212 tonn árið 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá aflann í kílóum eftir tegundum öll þrjú árin.
Á sunnudaginn kemur, 9. júlí, er von á skútum til Grundarfjarðar vegna siglingakeppninnar Skippers d'Islande. Koma þessara frönsku skútna mun setja talsverðan svip á bæjarlífið og enn er dagskráin að mótast en þannig er hún í stórum dráttum:
Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa sent út kynningareintök af bókinni "Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar" til fyrrum fermingarbarna í Setbergsprestakalli. Bókin fer í póst í dag, 3. júlí.
Unnin hefur verið efnisskrá 1. - 6. bindis af Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar . Ritið kemur út árlega og inniheldur efni um liðinn tíma og annál nýliðins árs. Einnig hefur verið bætt við Bóka- og efnisskrá Eyrarsveitar sem inniheldur skrá yfir efni tengt Eyrarsveit og Grundarfirði fyrr og nú.
Báðar skrárnar eru unnar á Bókasafni Grundarfjarðar af Sunnu Njálsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Bóka- og efnisskráin er ekki fullkomin en leitast er við að bæta inn nýju efni jafnóðum. Allar ábendingar eru þegnar með þökkum í netfangið bokasafn@grundarfjordur.is.
Rétt svar við spurningu vikunnar er að árið 1950 voru íbúar Eyrarsveitar 419 talsins. 86 manns tóku þátt að þessu sinni en aðeins 17 eða 19,8% voru með rétt svar.
Sl. föstudagskvöld hófst pílagrímsganga á Jónsmessunótt með messu í Setbergskirkju þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari og Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræðingur predikaði. Organisti í messunni var Jóhanna Guðmundsdóttir og kórsöngurinn var í höndum safnaðar. Að lokinni ljúfri stund í Setbergskirkju kvaddi séra Elínborg hvert og eitt safnaðarbarn með fararblessun.
Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Hlíðarvegi 14 í Grundarfirði, varð fyrir þeirri skemmtilegu og óvæntu reynslu í gærkvöldi að horfa upp á haförn steypast af flugi ofan í sjóinn við bæinn Háls í Eyrarsveit. Sigurbjörg fangaði örninn og vafði úlpu sinni utan um hann til að verjast ágangi fuglsins, en hann var illa á sig kominn og allur ataður grút. Í sömu andrá var Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahússins í Grundarfirði á ferð þar hjá og kom Sigurbjörgu til aðstoðar.
Það voru þreyttir, glaðir og sólbrenndir keppendur og foreldrar sem komu heim af Smábæjarleikunum á Blönduósi. UMFG mætti með 6 lið til keppni og komu öll liðin heim með bikar að móti loknu. 7. fl, 6. fl ka og 5. fl fengu öll gull í B úrslitum. 6.fl kvenna varð í 3. sæti. 4. fl kvenna fékk gull og 4.fl karla varð í þriðja sæti. Þetta var frábær helgi og mikið af foreldrum sem að mættu með börnum sínum á mótið. Lið UMFG voru til fyrirmyndar hvar sem þau komu og voru krakkarnir glæsilegir í nýju vindjökkunum.
Dagana 24.-28.júlí verða starfræktar listasmiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára á Snæfellsnesi. Í boði verða skemmtilegar og fjölbreyttar smiðjur ásamt annarskonar uppákomum. Þær smiðjur sem í boði verða eru:
Art-Craft
Tónlistarsmiðja
Stuttmyndasmiðja
Leiklistarsmiðja/Götuleikhús
Skartgripagerð
Hljómsveitarsmiðja