Nýr bæjarstjóri Grundarfjarðar

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson   Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra verður bæjarstjóri í Grundarfirði.  Hann hefur starfað undanfarin sextán ár sem sveitarstjóri,  fyrst í tólf ár hjá Rangárvallahreppi og síðastliðin fjögur ár í nýju sameinuðu sveitarfélagi Rangárþingi ytra.  Guðmundur Ingi tekur til starfa 1. september næstkomandi.   

Minnisvarði um franska sjómenn reistur á Grundarkampi

Skólaskip franska sjóhersins gólettan L’Etoile lagðist að bryggju í Grundarfjarðarhöfn um miðjan dag í gær. Auk 30 manna áhafnar flutti skútan með sér steinkross sem reistur var með viðhöfn á Grundarkampi þar sem hinn forni Grundarfjarðarkaupstaður stóð. Krossinn, sem er gjöf frá Paimpol vinabæ Grundarfjarðar, er minnisvarði um franska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Stendur hann þar sem franskir sjómenn reistu sér kirkju á sínum tíma, en hún var rifin er þeir héldu af landi brott. Franskir sjóliðar við minnisvarðann

Á góðri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíð Grundarfjarðar verður haldin síðustu helgi í júlímánuði, dagana 28. – 30. Á hátíðinni verður að finna margar uppákomur sem hafa verið áður, og hefð er komin fyrir en einnig verður bryddað uppá nýjungum.   Bænum er skipt niður í fjögur hverfi sem hvert hefur fengið sinn lit til að skreyta. Gulur, rauður, grænn og blár eru litir Grundarfjarðar þessa helgi. Hugmyndaauðgi fólksins í Grundarfirði hefur engin takmörk og frumlegar skreytingar og skemmtilegar útfærslur mátti sjá hvarvetna í fyrra og verður eflaust engin breyting þar á í sumar.  

Styttist í bæjarhátíð

Nú eru einungis 18 dagar þar til Grundfirðingar halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“. Hátíðarstjóri er Jónas Víðir Guðmundsson sem er önnum kafinn við undirbúning. Hægt er að hafa samband við Jónas í síma 849 3243  eða í tölvupósti: jonas@grundarfjordur.is   Gula, rauða, græna og bláa hverfið eru einnig komin af stað í skipulagninu hverfahátíða. Hverfisstjórar eru: Gula: Unnur Birna Þórhallsdóttir Rauða: Aðalheiður Birgisdóttir Græna: Olga Einarsdóttir Bláa: Arna Mjöll Karlsdóttir   Hverfisstjórum er velkomið að auglýsa næstu fundi og annað, á vefsíðu hátíðarinnar á bæjarvefnum sem og í Vikublaðinu Þey.

Glæsilegar skútur í höfn

Skútur í siglingakeppninni Skippers d'Islande eru komnar í höfn eftir siglingu frá Reykjavík. Skúturnar verða hér til miðvikudagsins 12. júlí. Fleiri myndir af skútunum verða birtar hér á vefnum innan skamms.    

Frítt í sund

Frítt verður í sundlaugina frá sunnudeginum 9. júlí til miðvikudagsins 12. júlí!  

Úrslitaleikur HM í samkomuhúsinu

Í tilefni þeirrar einstöku tilviljunar að Frakkar leika til úrslita á HM í fótbolta sama dag og skúturnar koma til Grundarfjarðar, mun úrslitaleikurinn verða sýndur á tjaldi í samkomuhúsinu. Allir eru velkomnir.   Mætum í samkomuhúsið og styðjum Frakka til sigurs. Allez les Bleus!  

Hverfaskipting

Nú er undirbúningur hverfa fyrir bæjarhátíðina "Á góðri stund" komin af stað og því ekki úr vegi að birta mynd sem sýnir skiptingu hverfanna. Skiptinguna má sjá hér.    Ef hverfin vilja nota vef bæjarins til að koma á framfæri tilkynningum þá er hægt að senda þær á grundarfjordur@grundarfjordur.is   Tilkynningar birtast í vinstri dálk á forsíðu vefsins.  

Umsækjendur um starf bæjarstjóra

23 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra en umsóknarfrestur rann út 26. júní. Umsækjendur eru: 

Á góðri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíð Grundfirðinga, "Á góðri stund í Grundarfirði" verður haldin í 9. sinn dagana 28.-30. júlí nk. Uppsetning dagskrárliða verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó alltaf séu einhverjar breytingar milli ára. Mörgum finnst að hátíðin byrji á fimmtudeginum, en þá skreyta allir hverfin sín í gulum, rauðum, grænum eða bláum litum.