Bæjarhátíð Grundarfjarðar verður haldin síðustu helgi í júlímánuði, dagana 28. – 30. Á hátíðinni verður að finna margar uppákomur sem hafa verið áður, og hefð er komin fyrir en einnig verður bryddað uppá nýjungum.
Bænum er skipt niður í fjögur hverfi sem hvert hefur fengið sinn lit til að skreyta. Gulur, rauður, grænn og blár eru litir Grundarfjarðar þessa helgi. Hugmyndaauðgi fólksins í Grundarfirði hefur engin takmörk og frumlegar skreytingar og skemmtilegar útfærslur mátti sjá hvarvetna í fyrra og verður eflaust engin breyting þar á í sumar.