Á vefsíðu Brokeyjar, Siglingaklúbbs Reykjavíkur, www.brokey.is er að finna frétt um að allar skúturnar, nema Kayam og Armor Crustaces, í Skippers D' Islande keppninni séu flúnar í var í höfnum í Keflavík og Grindavík vegna leiðindaveðurs. Einnig séu tvær skútur í Reykjavík, m.a. fjörtíufetari nr. 11 Azawakh III sem er með bilaða sjálfstýringu. Í fréttatímum í dag var einmitt greint frá því að skútuna hefði tekið niðri við Akurey þegar verið var að lóðsa hana frá skerjum á Kollafirði, þar sem hún hafði vikið af hefðbundinni siglingaleið. Skipstjórinn var einn á ferð.