Dagskrá föstudags

13:00 Leikfangasala í samkomuhúsinu. 15:00 Hverfakeppni í skák á kaupfélagsplaninu. Hverfin keppa um           Montbikarinn. 16:00 Grillveisla á kaupfélagsplaninu í boði Samkaupa strax og            Kaffi 59. 17:00 Kaffihús Kaffi 59 opnar í vigtarskúrnum. 18:00 Körfuboltaleikur í íþróttahúsinu. Lið Grundfirðinga keppir við            Brokey. Enginn aðgangseyrir. 20:00 Sylvía Rún og Máni halda tónleika í kirkjunni.            Aðgangseyrir 500 kr. 20:00 Hljómsveitin Stuðbandið heldur unglingaball í félagsmiðstöðinni            Eden fyrir 13-16 ára. Aðgangur 700 kr. 20:00 Gengið á Kirkjufell. Þátttökugjald 1000 kr. Skráning í            Sögumiðstöð. 21:00 Brenna á Grundarkampi 22:30 Djazztónleikar á Hótel Framnesi. Djazzkvartettinn Póstberarnir            Enginn aðgangseyrir. 23:00 Sævar og Stúlli skemmta í Krákunni. Enginn aðgangseyrir. 23:00 Stórdansleikur Papanna í Samkomuhúsinu.            Aðgangseyrir 2500 kr.  

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn - 7. rit

Út er komið í sjöunda sinn ritið Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, sem Eyrbyggjar – hollvinasamtök Grundarfjarðar standa að. Í ritinu í ár er að finna skrif um Skólahald í Eyrarsveit, Grundarfjarðarkirkju í 40 ár, flugslysið í Kolgrafafirði, sögu leikskólans, horfin hús o.fl. Þessa dagana er verið að ganga í hús og selja bækurnar. Þær verða einnig til sölu á hafnarsvæðinu um helgina og í Hrannarbúðinni eftir það. Bókin kostar 2.500 kr.

GULAR, GRÆNAR, RAUÐAR, BLÁAR!

Hver er sá bær, bjartur og fínn allur skreyttur blöðrum gulur, rauður ,grænn og blár gerður af Grundfirðingum sjálfum!   Skreytum hús með blöðrum!! UMFG hefur til sölu helíumblöðrur í hverfalitunum, fallegar blöðrur u.þ.b. 45 cm að stærð. Hægt að panta blöðrur hjá Hrannarbúðinni og hjá Eygló. Blöðrurnar þarf svo að sækja á milli kl 18:00 og 20:00 að Eyrarvegi 14 (hjá Eygló og Adda). Hver blaðra kostar aðeins 350 krónur!

Dagskrá fimmtudags

Hverfaskreytingar hefjast í kvöld. 23:00 Dúettinn Freðarnir nr. 2 og nr. 5 heldur þjófstartgleði á            Krákunni. Enginn aðgangseyrir.  

Fyrsti áfangi hitaveituframkvæmda

Framkvæmd við fyrsta áfanga við lögn dreifikerfis fyrir hitaveitu í Grundarfirði er hafin. Búið er að leggja í Ölkelduveg og verið er að þvera Grundargötuna. Í þessum áfanga verður einnig lagt í Fagurhólstún og Hlíðarveg. Það er Almenna umhverfisþjónustan ehf. sem annast verkið. Nokkrar myndir frá framkvæmdum í dag má finna í myndabankanum eða með því að smella hér.

Orgeltónleikar Friðriks Vignis í Grundarfjarðarkirkju

Friðrik Vignir Stefánssonhefur verið organisti Grundarfjarðarkirkju frá árinu 1988 en lætur nú formlega af störfum. Af því tilefni heldur hann kveðjutónleika í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 29. júlí 2006 kl. 12.00. Hann mun kveðja söfnuðinn á sunnudeginum 30. júlí þegar hann leikur nokkur verk áður en hátíðarmessa hefst kl. 14. Á eftir messunni verður kaffi í samkomuhúsinu.  

Jökulhálstryllir 2006

Jökulhálstryllir, keppni í fjallahjólreiðum á Snæfellsjökli, í klifri upp Jökulhálsinn og í bruni aftur niður, verður laugardaginn 29. júlí. Skráning fer fram á netinu með því að smella hér.

Útvarp Grundarfjörður

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7 fór í loftið kl. 15 í dag. Útvarpið verður starfrækt fram á laugardaginn 29. júlí nk. Símanúmer útvarpsins er 421-2096.  Útsendingar verða sem hér segir: Mánudag - miðvikudag: Kl. 15-24 Fimmtudag, 27. júlí: Kl. 15-02 Föstudag, 28. júlí: Kl. 12-02 Laugardagur, 29. júlí: Fram að hátíðardagskrá   Hugmynd útvarpsins kom upp í tengslum við undirbúning hátíðarinnar. Í útvarspráði sitja Eðvarð Vilhjálmsson (gula hverfið), Gústav Alex Gústavsson (rauða hverfið), Hafdís Lilja Haraldsdóttir (græna hverfið) og Emil Sigurðsson (bláa hverfið). Sími í hljóðveri er 421 2096.

Sængurgjöf samfélagsins

Í dag, 24. júlí, færði Grundarfjarðarbær, með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir eru á þessu ári sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum! Börnum og foreldrum barna sem fædd eru á árinu var boðið í samkomuhúsið í morgun til þess að taka við gjöfinni.   Foreldrar og börn fædd 2006

Ævintýranámskeið

Grundfirðingar og góðir gestir!   Ævintýravika með sveigjanlegu formi fyrir börn og unglinga 7-16 ára.   Örn Ingi sem kom í fyrra, kemur nú aftur með fjóra frábæra leiðbeinendur með sér sem eru:   Alma – fimleikar/dans/matreiðsla o.fl. Lára – ljósmyndun/hestar/dans o.fl. Guðbjörn – sirkus/leiklist o.fl. Benedikta – dans/matreiðsla/myndlist o.fl.