HSH hlaut fyrirmyndarbikarinn

Eftirfarandi frétt birtist á Skessuhorni.is:   Ungmenni af Vesturlandi gerðu góða ferð á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum í Reykjadal um og fyrir liðna helgi. Lið frá HSH, UMSB, UDN og Akranesi voru meðal keppenda, alls hátt á annað hundrað krakkar. Árangur Vestlendinga var ágætur og komust margir þeirra á verðlaunapalla. Sérstök háttvísisverðlaun, eða fyrirmyndarbikarinn, hlaut 47 manna lið HSH en viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi umgengni, háttvísi og prúða framgöngu.  

Landaður afli í júlí

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júlí var 1.675 tonn. Landaður afli í júlí árið 2005 var 1.110 tonn og 658 tonn árið 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá aflann í kílóum eftir tegundum öll þrjú árin.   Fyrstu sjö mánuði ársins hefur verið landað 12.618 tonnum. Til samanburðar var búið að landa 14.065 tonnum á sama tíma 2005 og 9.095 tonnum árið 2004.   Í töflunni hér að neðan er afli sundurliðaður og tilgreindur í kílóum.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Princess Danae kom til Grundarfjarðar eftir hádegi í dag.  Skipið er um 162 metra langt og um 10 þúsund tonn að stærð.  Um 500 farþegar eru með skipinu,  flestir franskir og munu þeir fara í skoðunarferð um Snæfellsnes.  Leið skipsins liggur um norðurhöf;  Noreg, Ísland, Grænland og Færeyjar.    

Framkvæmdir hafnar við nýja bryggju við Grundarfjarðarhöfn

Grundarfjarðarhöfn hefur hafið framkvæmdir við gerð nýrrar stálþilsbryggju sem mun leysa litlu bryggjuna af hólmi.  Nýja bryggjan verður mun stærri en sú eldri,  um 65  löng annars vegar og 85 m löng hins vegar og 20 m breið. Tæplega 50 metra löng jarðvegsfylling er út að nýju bryggjunni.  Verktakafyrirtækið Berglín, sem var lægst í útboði verksins fyrr í vor með tilboð uppá tæpar 84 milljónir kr., sér um framkvæmdina.  

Jökulhálstryllir varð að Tankatrylli

Eftirfarandi frétt er á vef Skessuhorns:   Fjallahjólabrunkeppnin sem fram fór í fyrsta sinn á síðasta sumri á Jökulhálsi sem sérstakt norðurslóðaverkefni með tilstyrk Evrópusambandsins, var áformuð öðru sinni laugardaginn 29. júlí. Þegar til átti að taka voru forsvarsmenn Hjólreiðafélags Reykjavíkur ekki ánægðir með brautina sem slíka og var því ákveðið að flytja hana í brekkurnar ofan við Grundarfjörð. Þar lá leiðin framhjá vatnstanki Grundfirðinga og flaug einum keppenda í hug að kalla þetta Tankatrylli. Þar fór keppnin því fram á laugardag með þátttöku 6 hjólreiðakappa úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem sýndu snilldartakta á hjólum sínum. Teymdu þeir hjól sín upp en brunuðu síðan niður tvær ferðir hver.  

Vel heppnuð bæjarhátíð

Bæjarhátíðin „Á góðri stund”, sem haldin var í Grundarfirði um helgina, tókst einstaklega vel í alla staði.  Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein besta bæjarhátíð á landinu þar sem lögð er áhersla á að eiga góða stund með vinum og vandamönnum.  

Strandvegagangan

Jón E. Guðmundsson, sem gengur strandvegi landsins til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, mun ganga í gegnum Grundarfjörð núna í hádeginu, kl. 12.30.   Allir áhugasamir eru hvattir til að ganga á móti honum sem og að styrkja Krabbameinsfélagið. Söfnunarsíminn er 907 5050. Heimasíða strandvegagöngunnar. 

Dagskrá sunnudags

10:00 Dorgveiðikeppni fyrir yngri kynslóðina. 11:00 Opna Soffamótið í golfi. Upplýsingar á golf.is. 13:00 Barnaskemmtun á hafnarsvæði. Skemmtiatriði fyrir börnin og           veitt verða verðlaun fyrir dorgveiðikeppnina. 13:30 Tónlistarflutningur hefst í Grundarfjarðarkirkju 14:00 Hátíðarmessa í Grundarfjarðarkirkju. Hr. Karl Sigurbjörnsson           biskup predikar. 15:30 40 ára vígsluafmæli Grundarfjarðarkirkju. Kaffisamsæti í Samkomuhúsinu,           ávörp og myndasýning.

Dagskrá laugardags

  Laugardagur 11:30 Víðavangshlaup UMFG. Þátttökugjald 400 kr. Mæting á           íþróttavellinum. 12:00 Kajakferðir. Mæting við Suðurgarð. Verð 2500 kr. fyrir           klukkustund. 12:00 Kveðjutónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar í           Grundarfjarðarkirkju. 13:00 Gengið á Kirkjufell. Þátttökugjald 1000 kr. Skráning í           Sögumiðstöð. 13:00 Reiðhjólakeppnin Jökulhálstryllir verður haldin í gilinu fyrir ofan            vatnstank. Hjólreiðasnillingar sýna listir sínar. 13:30 Varðskipið Ægir tekur á móti gestum. 14:00 Hátíðardagskrá hefst á hafnarsvæði. Gunni og Felix kynna. 14:00 Kaffihús Kaffi 59 opnar í vigtarskúrnum. 14:00 Alþjóðakaffi opnar í Sögumiðstöð. 15:00 Berserkur - Hátíð unga fólksins. Tónleikar í Sögumiðstöð. 15:30 Verðlaunaafhending fyrir Jökulhálstrylli á túninu við            heilsugæsluna. Á eftir sýna hjólreiðakappar listir sínar á            þvottaplaninu við Essó. 15:30 Söguganga með Inga Hans á Grundarkamp. Skráning í           Sögumiðstöð og ekkert gjald. 16:00 Hálandaleikar sterkustu manna Íslands. Á lóð samkomuhússins 21:00 Skrúðgöngur og skemmtiatriði. 22:30 Bryggjuball. Feik skemmtir með aðstoð leynigesta. 23:30 Sæbrenna í höfninni. 24:00 Hljómsveitin Jamie´s Star spilar í Félagsmiðstöðinni Eden.            Aðgangseyrir 500 kr. 16 ára aldurstakmark. 24:00 Hljómsveitin 60's spilar á Kaffi 59. Aðgangseyrir 1500 kr. 24:00 Ásgeir Páll skemmtir í Krákunni. Enginn aðgangseyrir.

Hátíð í bæ

Hverfastaurarnir í miðbænum   Hátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ er hafin. Í gærkvöldi voru hverfin skreytt í gulum, rauðum, grænum og bláum litum. Hverfastaurarnir voru settir upp í miðbænum og er bærinn farinn að skarta sínu fegursta. Gestir eru farnir að streyma í bæinn og tjöld, tjaldvagnar, fellhýsi, hjólhýsi og húsbílar á víð og dreif um bæinn, ýmist á tjaldstæðum eða við heimahús. Veðrið er gott, hátt í 20 stiga hiti, sól og smá vindur og eru veðurspár hagstæðar fyrir helgina. Grundarfjarðarvefurinn óskar öllum Grundfirðingum og gestum góðra stunda um helgina.