Leikskólakennari óskast

Við leikskólann Sólvelli vantar leikskólakennara til starfa. Hæfniskröfur: Leikskólakennarmenntun, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni og áhugasemi, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfmaður með sambærilega menntun og/eða reynslu með börnum. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst. Áhugasamir hafi samband við leikskólastjóra í Leikskólanum eða í síma 438-6645.  

Sprengingar í höfninni í dag

Verið er að vinna að dýpkun í höfninni vegna framkvæmda við nýja Litlu-bryggju. Í dag, um kl. 11, verður klöpp í höfninni sprengd og má búast við því að þorri bæjarbúa verði þess var. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Leikskólinn Sólvellir tekinn til starfa eftir sumarfrí

Leikskólabörn að leik í nýju húsnæði  Leikskólinn Sólvellir tók til starfa aftur eftir sumarfrí í dag, 14. ágúst. Nýbygging leikskólans var jafnframt tekin í notkun í dag. Viðbyggingin er 173 m² að stærð og hýsir m.a. eldhús og starfsmannaaðstöðu. Auk viðbyggingarinnar var elsti hluti húsnæðisins endurbætt og andyri stækkað og endurnýjað. Byggingin er hin glæsilegasta og voru bæði starfsmenn og börn glöð í bragði í dag.

Fasteignamat ríkisins endurmetur fasteignir í Grundarfirði

Fasteignamat ríkisins er að ljúka við að endurmeta og samræma mat á fasteignum í Grundarfirði.  Þetta er gert að beiðni Grundarfjarðarbæjar vegna ósamræmis í verðmætamati einstakra eigna og lóða.  Búast má við talsverðri hækkun fasteignamats í Grundarfirði í kjölfar endurmatsins, en þó mismunandi milli eigna.         

Sundlaugin lokar kl. 16

Sundlaugin lokar kl. 16 í dag en ekki kl. 17 eins og fram kom hér á vefnum í gær. Lokunin er vegna framkvæmda á lóð við íþróttahúsið.

Gönguferð um horfnar byggðir Eyrarsveitar fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður gönguferð með Inga Hans um horfnar byggðir Eyrarsveitar sem áætluð var á sunnudag, 13. ágúst.

Sprengingar í höfninni á morgun föstudag

Verið er að vinna að dýpkun í höfninni vegna framkvæmda við nýja Litlu-bryggju. Á morgun, föstudag, milli kl. 16 og 20 verður klöpp í höfninni sprengd og má búast við því að þorri bæjarbúa verði þess var. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem það veldur.  

Sundlaugin lokar kl. 16 á föstudag

Vegna framkvæmda á plani við grunnskóla og íþróttahús verður sundlauginni lokað kl. 16 á morgun, föstudag. Opið verður á venjulegum tíma um helgina, frá kl. 12-17. 

Jarðvegsframkvæmdir í Grundarfirði

Þessa dagana er vandratað fyrir marga íbúa og gesti um bæinn, þar sem margar götur eru lokaðar vegna jarðvegsframkvæmda.  Frá grunnskólanum og  niður Borgarbraut er verið að endurnýja vatnslögn og setja hitaveiturör. Á Grundargötu, Ölkelduvegi  hefur Orkuveita Reykjavíkur verið að láta leggja hitaveitulagnir sem tilheyra dreifikerfi væntanlegrar hitaveitu.   Í næstu viku kemur malbikunarflokkur frá Hlaðbær Colas sem mun leggja malbik á þessar götur og í kringum skólann.  

Ný sundlaug og nýtt íþróttahús, kallað eftir sjónarmiðum íbúa

Grundarfjarðarbær er að hefja undirbúning að byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttahúss, sem verður staðsett sunnan við núverandi íþróttahús samkvæmt hugmyndum sem Zeppelin arkitektar hafa lagt fram.     Á þessum tímapunkti er mikilvægt að draga fram þau markmið sem verða höfð að leiðarljósi við hönnun mannvirkisins.  Hvaða atriði á að setja í forgang og hvaða atriði er æskileg að ná fram þannig að aðstaða til íþróttaiðkunar í Grundarfirði verði sem best og gagnist sem flestum.