Spurning vikunnar

Spurning vikunnar var hver væri uppáhaldsfugl fólks. Lóan hafði vinninginn með 56 atkvæði (24,7%) af 227 atkvæðum. 

Norska húsið 175 ára

Norska húsið  175 ára Í dag, 19. júní, eru 175 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í tilefni af afmælinu verður ókeypis inn á safnið á í dag og gestum boðið upp á kakó í krambúðinni. Í Eldhúsinu og Mjólkurstofunni er sýningin “Af norskum rótum” um Strömmen trævarefabrik 1884-1929 og um norsk timburhús á Íslandi. Í Krambúðinni er fjölbreytt úrval af forvitnilegum vörum   Húsið er opið daglega í sumar kl. 11.00-17.00 Allir hjartanlega velkomnir

19. júní

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar óskar konum í Grundarfirði til lukku með kvennadaginn. Baráttan lifi. 

Lumar þú á góssi?

Skipuleggjendur Grundarfjarðardaganna langar til þess að hafa  líflegan markað á hafnarsvæðinu á hátíðinni í ár til að auka enn á fjölbreytileikann. 

Sundnámskeið 5 og 6 ára barna

Dagana 19.- 22. og 25.- 28. júní verður sundnámskeið í sundlauginni frá 8 - 8.40 og er fólk beðið að sýna því tillitsemi en laugin verður þó opin á meðan.

17. júní 2007

  Byrjað var á skrúðgöngu frá Kaffi 59 undir stjórn vaskrar trommusveitar sem Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur æft.  Setti sveitin mjög skemmtilegan blæ á skrúðgönguna.  Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem undu sér vel í Þríhyrningnum við ávarp fjallkonu, hátíðarræðu, stórkostlegan söng ungu kynslóðarinnar og önnur skemmtiatriði.  Björgunarsveitin bauð upp á kassaklifur sem unga kynslóðin fjölmennti í og kvenfélagið var með kökubasar.

Fjallganga á Eyrarfjall

Það voru 66 manns og tveir hundar sem tóku þátt í fjölskyldugöngu HSH og Siggu Dísar á Eyrarfjall í ágætis veðri þann 14. júní sl.  Elsti göngumaðurinn var 70 ára og sá yngsti 4ra ára.  Sigga Dís hefur haft þann sið undanfarin 6 ár að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn sinn ásamt þeim sem hafa viljað slást í hópinn, en þetta er mesti fjöldi sem ennþá hefur farið með henni.  Þar sem elsti göngugarpurinn var 70 ára, setti hún sér það markmið að fara á fjallið næstu 30 árin.  Póstkassinn með gestabókinni er staðsettur við Strákaskarðið þar sem hlaupið er niður og er göngufólk sem leggur leið sína á Eyrarfjall hvatt til þess að kvitta fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir úr göngunni á fjallið.  

17. júní

Dagskrá:   Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju.             Organisti: Tómas Guðni Eggertsson             sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari.   Kl. 12:30 Grundar- og Kvernárhlaup UMFG. Skráning við Kósý er frá 12:00 til 12:20.   Kl. 13:45 Andlitsmálning fyrir utan Kaffi 59.   Kl. 14:30 Skrúðganga frá Kaffi 59 með Trommusveit Snæfellsness í broddi fylkingar. Gengið verður upp í þríhyrning.   Kl. 15:00 Hátíðin sett             Ávarp fjallkonu             Sigríður Herdís Pálsdóttir flytur hátíðarræðu.             Ungir tónlistarmenn flytja nokkur lög.             Halldór Gylfason leikari skemmtir.             Kassaklifur í umsjón unglingadeildarinnar Pjakks.             Verðlaunaafhending fyrir Grundar- og Kvernárhlaup.   Kl 19:00 Diskótek í þríhyrningi fyrir yngstu kynslóðina.                         Kvenfélagið verður með kökubasar.             Ungmennafélagið verður með sölutjöld.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði

  Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði "Arielle" kom á ytri höfnina kl. 07.00 í dag 12. júní í afar fallegu veðri.  Ekki er unnt að taka betur á móti erlendu ferðafólki sem fýsir að sjá landið og kynnast því en  með þeirri óviðjafnanlegu fjallasýn sem við blasir í Grundarfirði.   Hér má sjá fleiri myndir  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur 12. júní

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins í Grundarfjarðarhöfn á morgun þriðjudaginn 12. júní.  Skipið er "Arielle" sem er að stærð 23.200 tonn og 194 metra langt.  Arielle flytur 943 farþega og er með 412 manna áhöfn.  Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 10 sem áætlað er að komi við í Grundarfirði sumarið 2007.