Grænar tunnur

Nú eru grænu tunnurnar komnar í bæinn og nokkrar lausar fyrir þá sem hafa áhuga á að fá eina slíka heim. Tunnurnar eru aðallega fyrir pappír en einnig plast og málmdósir. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á grundarfjordur@grundarfjordur.is

Golfklúbbuirnn Vestarr eignast Íslandsmeistara

Þór Geirsson varð um síðustu helgi fyrsti Íslandsmeistari Golfklúbbsins Vestars í Grundarfirði, þegar hann sigraði á landsmóti eldri kylfinga í flokki 55-69 ára með forgjöf. Þór lék á 224 höggum en 89 kylfingar luku keppni í þessum flokki. Mótið fór fram á Odfellowvellinum í Garðabæ. Þór vildi í samtali við Skessuhorn lítið gera úr þessu afreki sínu og lagði ríka áherslu á að hann hefði keppt í flokki með forgjöf. Hann hefur stundað golf í níu ár og er eins og fyrr segir fyrsti Íslandsmeistari GVG. „Nú verða strákarnir bara að herða sig og bæta titlum í safnið,“ sagði hann í samtali við Skessuhorn.   Þessi grein er tekin af www.skessuhorn.is

Bæjarhátíðin "Á góðri stund" fer vel af stað

Þó að formleg dagskrá hátíðarinnar "Á góðri stund" hefjist ekki fyrr en kl. 14 í dag er þegar kominn mikill fjöldi gesta í bæinn.  Hverfin voru skreytt í gærkvöldi og eru öll stórglæsileg yfir að líta.  Mikil stemming var í bænum og fjöldi fólks á ferli fram undir miðnætti.  Tjaldsvæðin í bænum eru þegar orðin þéttsetin og ástæða er til þess að benda á að tjaldsvæði eru einnig á Kverná rétt við þéttbýlið og á Setbergi í Framsveitinni.  Minnt er á útvarpið sem er á FM 104,7.  Góða skemmtun. 

Auka sorphreinsun vegna bæjarhátíðar

Aukahreinsun á sorpi frá heimilum vegna bæjarhátíðarinnar verður í dag fimmtudaginn 26. júlí.  Næsta hreinsun verður svo samkvæmt áætlun mánudaginn 30. júlí eða strax eftir hátíðina. 

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7

 Hér má sjá útvarpsdagskránna fyrir útvarp Grundafjörður

Bæjarráðið skorar á ríkisstjórn og þingmenn að leggja fram tillögur að raunhæfum aðgerðum vegna skerðingar veiðiheimilda

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar í dag var samþykkt áskorun á ríkisstjórn og þingmenn að leggja tafarlaust fram tillögur sem miða að því að bæta raunhæft upp skerðingu tekna vegna skerðingar á veiðiheimildum.  Áskorunin er í fundargerðinni frá í dag og má nálgast hana í vinstri dálki heimasíðunnar (314. fundur bæjarráðs). 

Sýning um Þórðarbúð í Grundarfirði

  24. júlí 2007 Á föstudaginn klukkan 18 verður Þórðarbúð opnuð, en hún er ný viðbót við sýningu Sögumið-stöðvarinnar Eyrbyggju ,,Hvernig nútíminn varð til.“ Opnunin er hluti af hátíðinni Á góðri stund sem verður um helgina. Fyrirmyndin er verslun Þórðar Pálssonar sem var í Grundarfirði á sjöunda áratugnum. Þórðabúð var í raun sjoppa en breyttist í leikfangabúð á jólaföstunni og myndar Þórðarbúð því ramma um leikfangasafn Sögumiðstöðvarinnar. Kappkostað er að fanga andrúmsloftið sem myndaðist í búðinni á jólaföstunni þegar leikföng voru í hverri hillu. Nýja svæðið er kærkomin viðbót við fjölbreyttar sýningar miðstöðvarinnar og verður opið gestum frá og með laugardegi, sem hluti af sýningu Sögumiðstöðvarinnar.   Af vef Skessuhorns.

Geisladiskurinn „Á Góðri Stund 2007“

Guðmundur bæjarstjóri tekur við fyrsta eintakinu af geisladisknum    Við kynnum til sögunnar hátíðargeisladisk Grundarfjarðar, sem kemur út 23 júlí. Undirritaðir fórum af stað með hugmynd um að okkar framlag til hátíðarinnar gæti verið eitthvað tengt tónlist og úr varð að gera geisladisk þar sem að flestir þeir sem eru eitthvað að grúska við tónlist hér í Grundarfirði myndu taka þátt.

Bókasafn Grundafjarðar

Hægt er að taka þátt í litasamkeppni útvarpsleikhúss rásar eitt á bókasafni Grundafjarðar.          

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7 fór í loftið í gær. Útvarpið verður starfrækt fram á laugardaginn 28. júlí nk. Í útvarpsráði sitja Eddi Málari (gula hverfið), Gústav Alex Gústavsson (rauða hverfið), Dagbjartur Harðarson Friðfinnur Níelsson (græna hverfið) og Emil Sigurðsson (bláa hverfið).