Bæjarstjórnarfundur

84. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 11. október 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Vinna við fjárhagsáætlun 2008 hafin

Haldinn var samráðsfundur í dag með forstöðumönnum stofnana Grundarfjarðarbæjar, bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðalbókara um undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.  Seinna í þessum mánuði munu liggja fyrir tillögur frá forstöðumönnum um rekstur og fjárfestingar í stofnununum á næsta ári.  Auglýst verður eftir styrkumsóknum og er rétt hjá þeim sem hafa hug á að sækja um að fylgjast með.  Það verður erill við þetta verkefni á næstu vikum hjá stjórnendum Grundarfjarðarbæjar.  Síðan kemur til kasta bæjarráðs og bæjarstjórnar við afgreiðslu á þeim tillögum sem fram verða lagðar. 

Starfsdagur hjá Leikskólanum

 Félag og skólaþjónusta Snæfellingar stóð fyrir sameiginlegu námskeiði fyrir allt starfsfólk leikskólanna á Snæfellsnesi þriðjudaginn 2. október í Samkomuhúsinu í Grundarfirði.   Fyrir hádegir var fjallað um mikilvægi þátttöku fullorðinna í leik barna. Fyrirlesari var Guðrún Alda Harðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri Eftir hádegi var umfjöllun um umhverfisvernd. Hagnýtur og fræðandi fyrirlestur um að lifa, hugsa og starfa vistvænt. Grunnfræðsla til að dýpka skilning starfsmannanna á mikilvægi umhverfisverndar Fyrirlesarar voru Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri Landverndar ,,Skólar á grænni grein". Grænfáninn og Rósa Erlendsdóttir deildarstjóri Lýsuhólsskóla

Starfsdagur hjá Grunnskólanum

Í gær þriðjudaginn 2. október var starfsdagur hjá öllum grunn- og leikskólum á Snæfellsnesi. Grunnskólakennarar komu saman hér í Grundarfirði og sátu námskeið sem nefnist Samvinnunám. Námskeiðið var á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga en veg og vanda af námskeiðinu hafði Rósa Eggertsdóttir kennsluráðgjafi frá Háskólanum á Akureyri. Samvinnunám byggir á þeim sjónarmiðum að nemendum farnist vel í námi þegar þeir; • vinna verkefni sem gerir samvinnu nauðsynlega • deila með sér hugmyndum og fá umræður um þær • skilja að hagsmunir þeirra fara saman við árangur annarra nemenda • hafa hver og einn sitt sérstæða gildi fyrir hópinn • þurfa að beita félagslegri fræni í samvinnu • meta sjálfir eigin framfarir, félagslegar og námslegar

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á planinu við samkomuhúsið í dag milli kl. 12.00 og 17.00 en ekki við N1 eins og auglýst var. 

Æfingar falla niður!

Þar sem kennarar eru að funda í íþróttahúsinu falla niður æfingar í frjálsum og yngri barna í blaki í dag. Húsið opnar aftur kl 17:40 með blaki eldri barna. UMFG 

SSV Þróun & ráðgjöf, Starfsárið 2007-2008 - Viðvera.

SSV Þróun & ráðgjöf, Starfsárið 2007-2008 - Viðvera. Hér má nálagst skjal sem sýnir viðverutíma hjá SSV Þróun & ráðgjöf til vorsins 2008.  Einnig er að hægt er að panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma í eftirfarandi símum:                              · Skrifstofa SSVS:                                433-2310 · Ólafur Sveinsson                               892-3208 · Kristín Björg Árnadóttir                      896-8060 · Vífill Karlsson                                     695-9907 · Guðný Anna Vilhelmsdóttir                695-9907  

Uppskeruhátíð UMFG.

UMFG heldur uppskeruhátíð sína á sunnudaginn kl 17 í Íþróttahúsinu. Veittar verða viðurkennignar fyrir ástundun og fleira. Iðkendur og foreldrar fjölmennið !  

Grundafjarðarhöfn - landaður afli í ágúst

 

Blóðbíllinn