Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Á eftirfarandi slóð er að finna margvíslegar upplýsingar um málefnið.http://www.forvarnardagur.is/