Af heimasíðu Skessuhorns:
Ísak Hilmarsson
Föstudaginn 21. desember útskrifaði Fjölbrautaskóli Snæfellinga ellefu nemendur með stúdentspróf, þar af luku 6 nemendur stúdentsprófi á þremur og hálfu ári. Við upphaf útskriftarathafnar fluttu Hólmfríður Friðjónsdóttir, kennari við skólann og Diljá Dagbjartsdóttir, nemandi nokkur jólalög á flygil og þverflautu. Síðar við athöfnina flutti Viktoria Kay, nýstúdent Preludiu í C-major eftir Johan Sebastian Bach á flygilinn. Valgerður Ósk Einarsdóttir dönskukennari kvaddi nýstúdenta fyrir hönd starfsfólks skólans og því næst flutti Ísak Hilmarsson, nýstúdent kveðjuávarp til starfsfólks. Að lokum veitti Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Birni Ásgeiri Sumarliðasyni viðurkenningu fyrir störf sín á þágu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga en hann var fyrsti forseti þess.