Innflytjendur og bókasafnið - The library for Immigrants

Language courses - Interlibrary loans Everyone is welcome to visit the library where you can view or borrow books, magazines, sound- and video recordings. Interlibrary loans. Bókasöfn eru hentugur staður til að sækja sér bækur og námskeið í íslensku. Samstarfshópur um fjölmenningu í Grundarfirði og Bókasafnið munu á næstunni kann hvort virkur áhugi er fyrir hendi hjá íbúum af erlendum uppruna til þess að nýta bókasafnið og hugsanlega aðstöðu í tengslum við það til þess að sækja efni og nám við hæfi hvers og eins.   Biblioteki: Information in English in the library's website

Slysavarnardeildin Snæbjörg!

Í kvöld kl 20:30 verður slysavarnardeildin Snæbjörg endurvakin. Fundurinn verður i Björgunarsveitarhúsinu. Slysavarnardeildir eru starfræktar víða um landið. Starfsemi deildarinnar hér í Grundarfirði hefur legið niðri í nokkur ár og er því komin tími á að endurvekja deildina. Á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is má finna upplýsingar um starfsemi slysavarnardeildanna almennt. 

Dagur leikskólans.

Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og hefur sá dagur verið valin sem dagur leikskólans. Hér í Grundarfirði hefur leikskóli verið starfandi í 31 ár. Leikskólinn er fyrir börn frá 1. árs aldri. Bæjarstjórn ákvað að lækka aldurinn í 1 árs til reynslu í  ágúst 2007 og síðan var  samþykkt að halda því áfram á árinu 2008. 

Stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði.

Grundarfjarðarbær hefur ákveðið að móta stefnu í ferðaþjónustu með aðkomu hagsmunaaðila og annarra áhugasamra. Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur umsjón með vinnu að stefnumótuninni með bæjaryfirvöldum. Í því skyni er efnt til opins samráðsfundar þann 6. febrúar nk. í matsal Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl. 19.30-22.30. Sjá nánar auglýsingu.

Öskudagsskemmtun Leikskólans

Öskudagsskemmtun leikskólans verður að þessu sinni haldið í leikskólanum kl.15:30. Þar verður farið í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Allir foreldrar er hvattir til að mæta. Foreldrafélag leikskólans. 

Kattahald í Grundarfirði

Borið hefur á kvörtunum vegna ófriðar og óþrifnaðar vegna katta hér í bæ. Kettirnir eru að fara inn í ókunnug hús og valda þar óþrifnaði og oft óþægindum fyrir húseigendur. Viljum við því minna fólk á að það gilda ákveðnar reglur og samþykktir um kattahald hér í bæ.  Það má lesa þessar reglur og samþykktir á heimsíðu okkar undir stjórnsýsla, síðan reglur og samþykktir. Hér er vísað í eina grein samþykktarinnar þar sem vísað er í það að kattareigendur eru ábyrgir fyrir sínum köttum.   5.gr Eigendum katta  er skylt að gæta þess að kettir þeirra valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna.  Kattareigendum ber að greiða allt það tjón sem kettir þeirra valda, svo og greiðslu alls kostnaðar við að fjarlægja dýrin gerist þess þörf.   Ennfremur viljum við minna á það að fólki er skylt að láta skrá ketti sína. Hægt er að nálgast eyðublöð á bæjarskrifstofunni en einnig er hægt að fylla út umsókn á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.

Öskudagsskemmtun

Að þessu sinni verður öskudagsskemmtun fyrir börn á grunnskólaaldri haldin í félagsmiðstöðinni. Boðið verður upp á öskudagsdiskótek þar sem kötturinn verður sleginn úr tunnunni  Vegleg verðlaun verða fyrir að slá köttinn úr tunnunni, fyrir flottasta búninginn ásamt fleiri verðlaunum. Yngsta stigið verður klukkan 16-18, miðstigið klukkan kl. 18-20 og svo elsta stigið kl. 20-22. Foreldrafélagið óskar eftir foreldrum í gæslu eða til að taka þátt í öskudagsskemmtuninni með börnunum. Vonumst til að sjá sem flesta, kveðja, Foreldrafélag grunnskólans

Íbúar vinsamlegast athugið.

Vinsamlegast mokið frá ruslatunnum svo hægt sé að komast að þeim til losunar. Ekki verður unnt að losa þær ruslatunnur sem eru óaðgengilegar vegna ófærðar.

Eldri borgarar Grundarfirði

Þriðjudaginn 5.febrúar byrjar leikfimin aftur á sama tíma í samkomuhúsinu. Við minnum einnig á handavinnuna á sama tíma og venjulega. Minnum líka á söngæfinguna á miðvikudaginn kl.17:30 í kirkjunni. Spilakvöld verður svo á fimmtudagskvöldið í samkomuhúsinu kl.20:00.   Á föstudaginn verður frí Þorrablótið okkar verður svo á laugardagskvöldið, munið að láta skrá ykkur og gesti ykkar.    

Fasteignagjöldin 2008

Margir eru eflaust farnir að velta fyrir sér hvers vegna fasteignagjaldaseðlarnir eru ekki komnir.  Ástæðan fyrir því er að ennþá er verið að vinna í álagningarforsendum og stilla álagningarkerfið af.  Vegna þess að þessi vinna hefur sóst heldur seinna en venjulega, verður 1. gjalddagi í ár ekki fyrr en 1. mars n.k.   Á sama hátt færist síðasti gjalddagi aftur um einn mánuð og verður 1. október í haust.  Vonast er til þess að enginn verði fyrir óþægindum af þessum sökum.  Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar er ævinlega reiðubúin til þess að veita gjaldendum þær upplýsingar sem tiltækar eru hverju sinni.