Ljósmyndari: Sverrir Karlsson
Frétt af vef skessuhorns:
"Á sunnudag kom flutningaskip á vegum Nesskipa, Green Karmoy, til Grundafjarðar. Í það voru lestuð 1750 bretti af frosinni síld úr frystihótelinu Snæfrosti sem fara til Póllands og Litháen. Þetta var síðasti farmurinn af 6000 tonnum sem landað var á Grundarfirði í haust og geymd í Sæfrosti.
Að sögn Þórðar Magnússonar framkvæmdastjóra Snæfrosts hefur verið full nýting á hótelinu frá því það var tekið í notkun í nóvembermánuði, en það tekur um 2400 tonn í geymslur.