Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar
Fundargerð
520. fundur bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar,
miðvikudaginn 24. október 2018, kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Rósa Guðmundsdóttir (RG), formaður, Hinrik Konráðsson (HK), Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ), Jósef Ó. Kjartansson (JÓK), Sævör Þorvarðardóttir (SÞ), Björg Ágústsdóttir (BÁ), bæjarstjóri og Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS), skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði:Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri.
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn undir lið 1.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
1. |
Framkvæmdir 2018 - 1710023 |
|
|
|
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn í sitthvoru lagi undir þessum lið.
Farið yfir og forgangsraðað framkvæmdum og fjárfestingum ársins 2018, auk fjárfestingaóska fyrir árið 2019 sem falla undir áhaldahús og umsjónarmann fasteigna. |
|
|
|
2. |
Fjárhagsáætlun 2019 - 1809049 |
|
Farið yfir áætlun um tekjur, staðgreiðsluáætlun 2019 og álagningarhlutfall. Jafnframt farið yfir fjárfestingaóskir ársins 2019. |
|
|
|
3. |
Fasteignagjöld 2019 - 1809050 |
|
Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Skv. álagningunni hækka fasteignagjöld í heild um 10,2% milli áranna 2018 og 2019 miðað við óbreytta álagningu.
Lagður fram samanburður skrifstofustjóra á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Samanburðurinn gefur til kynna ákveðinn jöfnuð í álagningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2018 og 2019. |
|
|
|
4. |
Gjaldskrár 2019 - 1809051 |
|
Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.
Eftir yfirferð á gjaldskránum er þeim vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
5. |
Styrkumsóknir og afgreiðsla 2019 - 1810003 |
|
HK vék af fundi undir hluta þessa liðar.
Lagðar fram og farið yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2019.
Bæjarráð vísar yfirliti með tillögum að styrkveitingum til næsta fundar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
6. |
Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur - 1803043 |
|
|
|
Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2018. |
|
|
|
7. |
Hrannarstígur 28, uppsögn - 1810017 |
|
Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 28 hefur verið sagt upp. Við skil íbúðarinnar verður unnið að viðhaldsviðgerðum áður en henni verður úthlutað að nýju. Gert er ráð fyrir að íbúðinni verði úthlutað frá 1. desember 2018.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
8. |
Slysavarnafélagið Landsbjörg beiðni um stuðning - 1810032 |
|
Lögð fram beiðni Slysavarnarfélagsins Landbjargar um 50 þús. kr. styrk vegna útgáfu blaðs í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.
Bæjarráð samþykkir að veita félaginu umbeðinn styrk.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
9. |
Félag eldri borgara - Umsókn um styrk vegna handverks 2018 - 1810033 |
|
Lögð fram beiðni Félags eldri borgara í Eyrarsveit um styrk að fjárhæð 100 þús. kr. vegna handverks á vegum félagsins.
Bæjarráð samþykkir að veita Félagi eldri borgara umbeðinn styrk.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
10. |
Grundargata 31 - 1810031 |
|
Greint frá möguleika á kaupum húseignarinnar Grundargötu 31 en eigandi eignarinnar bauð Grundarfjarðarbæ hana til kaups þann 16. október sl., eins og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 18. október sl.
Bæjarráð samþykkir að ganga til kaupa á húseigninni Grundargötu 31 og felur bæjarstjóra umsjón málsins.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
11. |
Ístak hf. - Verksamningur - 1810005 |
|
Lagður fram til kynningar verksamningur Grundarfjarðarbæjar við Ístak hf. vegna gatnagerðar og lagna við Sólvelli-Nesveg. |
|
|
|
12. |
Northern Wave, félagasamtök - Boð til bæjarstjórnar - 1810026 |
|
Lagt fram til kynningar boð til bæjarstjórnar á Northern Wave hátíðina. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23:57.
Rósa Guðmundsdóttir (RG) |
|
Hinrik Konráðsson (HK) |
Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) |
|
Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) |
Sævör Þorvarðardóttir (SÞ) |
|
Björg Ágústsdóttir (BÁ) |
Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) |
|
|
|