Prentað þriðjudaginn 10. desember kl. 05:33 af www.grundarfjordur.is

Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður | kt.: 520169-1729 | Sími: 438 6630 | Fax: 430 8501 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is


Leit í fundargerðum:
Ítarlegri leit
Bæjarráð, fundur nr. 516
Dags. 9. Ágúst 2018

 

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar

 

Fundargerð

 

 

516. fundur bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar,

 fimmtudaginn 9. ágúst 2018, kl.12:00.

 

 

Fundinn sátu:

Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður, Hinrik Konráðsson (HK), Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ), Björg Ágústsdóttir (BA) bæjarstjóri og Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri.

 

Fundargerð ritaði:Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri.

 

Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir liðum 2 og 3.

 

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

 

1.

Hrannarstígur 18, úthlutun íbúðar nr. 104 - 1806032

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, var úthlutað á síðasta fundi bæjarráðs. Sá aðili sem úthlutað var íbúðinni, hætti við að taka hana. Önnur umsókn barst um íbúðina, frá Sverri Karlssyni. Bæjarráð samþykkti úthlutun íbúðarinnar til Sverris með tölvupósti.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúð nr. 104, að Hrannarstíg 18, til Sverris Karlssonar og staðfestir fyrirliggjandi samning.

 

 

2.

Skipulags- og byggingafulltrúi, umsóknir - 1804039

Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.

Starf skipulags- og byggingafulltrúa var nýverið auglýst í þriðja sinn. Þrjár umsóknir bárust um starfið, auk eins erindis sem óljóst er af gögnum hvort sé umsókn. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum til að upplýsa um hæfni umsækjenda.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

3.

Verkefni og verklegar framkvæmdir sem heyra undir skipulags- og byggingafulltrúa - umræða - 1808002

Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir verkefni og verklegar framkvæmdir sem heyra undir skipulags- og byggingafulltrúa, en bæjarstjóra var áður falin umsjón verkefna.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 14:16.

 

 

 

 Rósa Guðmundsdóttir (RG)

 

 Hinrik Konráðsson (HK)

 Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)

 

 Björg Ágústsdóttir (BA)

 Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)

 

 

         

 


Til baka