Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar
Fundargerð
218. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar,
fimmtudaginn 21. júní 2018, kl.16:30.
Fundinn sátu:
Jósef Ó. Kjartansson (JÓK), Hinrik Konráðsson (HK), Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ), Sævör Þorvarðardóttir (SÞ), Rósa Guðmundsdóttir (RG), Vignir Smári Maríasson (VSM), Bjarni Sigurbjörnsson (BS), Þorsteinn Steinsson (ÞS), bæjarstjóri og Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS), skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði:Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri.
Rósa Guðmundsdóttir, starfsaldursforseti bæjarstjórnar, kvað saman fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar og stýrði honum í upphafi. Hún bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega Heiði Björk Fossberg Óladóttur og Bjarna Sigurbjörnsson, sem sátu bæjarstjórnarfund í fyrsta sinn.
Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings:
Ásdís Valdmarsdóttir, fædd 9. september 1933, dáin 7. júní 2018.
Fundarmenn risu úr sætum.
Lagt til að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi lið:
19. Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
1. |
Kjörstjórn, skýrsla - 1806009 |
|
Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar Grundarfjarðarbæjar um sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí sl. Á kjörskrá voru samtals 626 og af þeim greiddu atkvæði 481 eða 76,84%.
D-listi Sjálfstæðisfélags Grundarfjarðar og óháðra hlaut 260 atkvæði sem er 56,15% og fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.
L-listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu hlaut 203 atkvæði sem er 43,85% og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn.
Auðir seðlar voru 16 og ógildir 2.
Eftirtaldir voru kjörnir í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar kjörtímabilið 2018-2022:
Aðalmenn:
Af D-lista: Jósef Ó. Kjartansson Heiður Björk Fossberg Óladóttir Unnur Þóra Sigurðardóttir Rósa Guðmundsdóttir
Af L-lista: Hinrik Konráðsson Sævör Þorvarðardóttir Garðar Svansson
Varamenn:
Af D-lista: Bjarni Sigurbjörnsson Eygló Bára Jónsdóttir Bjarni Georg Einarsson Runólfur J. Kristjánsson
Af L-lista: Berghildur Pálmadóttir Vignir Smári Maríasson Signý Gunnarsdóttir |
|
|
|
2. |
Kosning forseta og varaforseta til eins árs - 1806011 |
|
Forseti bæjarstjórnar var kosinn Jósef Ó. Kjartansson sem sjö samhljóða atkvæðum.
Varaforseti var kosinn Hinrik Konráðsson með sjö samhljóða atkvæðum.
Jósef Ó. Kjartansson, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, tók við fundarstjórn. |
|
|
|
3. |
Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn - 1806012 |
|
Kosin voru í bæjarráð samhljóða til eins árs:
Aðalmenn: D - Rósa Guðmundsdóttir L - Hinrik Konráðsson D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir
Varamenn: D - Unnur Þóra Sigurðardóttir L - Sævör Þorvarðardóttir D - Jósef Ó. Kjartansson |
|
|
|
4. |
Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs - 1806013 |
|
Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Rósa Guðmundsdóttir.
Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Hinrik Konráðsson. |
|
|
|
5. |
Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar - 1806014 |
|
Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir til fjögurra ára:
1. Kjörstjórn Aðalmenn: Mjöll Guðjónsdóttir Árni Halldórsson Þórunn Kristinsdóttir
Varamenn: Salbjörg Nóadóttir Guðlaug Erla Pétursdóttir Einar Þór Jóhannsson
2. Skipulags- og umhverfisnefnd Aðalmenn: D - Unnur Þóra Sigurðardóttir L - Vignir Smári Maríasson D - Bjarni Sigurbjörnsson L - Helena María Stolzenwald Jónsdóttir D - Runólfur J. Kristjánsson
Varamenn: D - Arnar Kristjánsson L - Signý Gunnarsdóttir D - Lísa Ásgeirsdóttir L - Sævör Þorvarðardóttir D - Þorkell Máni Þorkelsson
3. Skólanefnd Aðalmenn: D - Sigríður G. Arnardóttir L - Garðar Svansson D - Ragnar Smári Guðmundsson L - Ásthildur Erlingsdóttir D - Valdís Ásgeirsdóttir
Varamenn: D - Hólmfríður Hildimundardóttir L - Vignir Smári Maríasson D - Thor Kolbeinsson L - Sólrún Guðjónsdóttir D - Jón Frímann Eiríksson
Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd: Vegna málefna leikskólans: Leikskólastjóri, fulltrúi starfsfólks og fulltrúi foreldra. Vegna málefna grunnskólans: Skólastjóri, fulltrúi kennara og fulltrúi foreldra. Vegna málefna tónlistarskólans: Skólastjóri.
4. Menningarnefnd Aðalmenn: D - Unnur Birna Þórhallsdóttir L - Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir D - Eygló Bára Jónsdóttir L - Sigurborg Knarran Ólafsdóttir D - Tómas Logi Hallgrímsson
Varamenn: D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir L - Loftur Árni Björgvinsson D - Tryggvi Hafsteinsson L - Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir D - Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir
5. Íþrótta- og æskulýðsnefnd Aðalmenn: D - Bjarni Georg Einarsson L - Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir D - Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir
Varamenn: D - Halla Karen Gunnarsdóttir L - Signý Gunnarsdóttir D - Hjálmar Gunnarsson
6. Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar Aðalmenn: D - Bæjarstjóri, nú Þorsteinn Steinsson L - Sólrún Guðjónsdóttir D - Runólfur Guðmundsson
Varamenn: D - Arnar Kristjánsson L - Hinrik Konráðsson D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir
7. Öldungaráð Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.
8. Ungmennaráð Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. |
|
|
|
6. |
Kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar - 1806015 |
|
Fram fór kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn.
Formaður hafnarstjórnar var kosinn bæjarstjóri, nú Þorsteinn Steinsson.
Varaformaður var kosinn Sólrún Guðjónsdóttir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. |
|
|
|
7. |
Kosning í nefndir og stjórnir skv. C. lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar. - 1806016 |
|
Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir, stjórnir og ráð:
1. Almannavarnanefnd
Samkvæmt samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna á Vesturlandi og lögreglustjórans á Vesturlandi er bæjarstjóri aðalmaður í nefndinni.
Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson.
2. Stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá og með næsta aukafundi i byggðasamlaginu.
Aðalmaður: Bæjarstjóri, nú Þorsteinn Steinsson
Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson
3. Félagsmálanefnd Snæfellinga
Aðalmaður: Berghildur Pálmadóttir
Varamaður: Eygló Bára Jónsdóttir
4. Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Skipuð sameiginlega af sveitarfélögum á Vesturlandi.
5. Breiðafjarðarnefnd
Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði.
6. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem aðild eiga að skólanum.
7. Stjórn Jeratúns ehf.
Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn Jeratúns ehf. frá og með næsta hluthafafundi félagsins.
Aðalmaður: Bæjarstjóri
Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson
8. Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður: Jósef Ó. Kjartansson
Varamaður: Unnur Þóra Sigurðardóttir
9. Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga
Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga kjörtímabilið 2018-2022 eru allir aðalmenn í bæjarstjórn.
10. Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)
Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.
Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 voru kosin:
Aðalmenn: D - Jósef Ó. Kjartansson L - Hinrik Konráðsson D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir
Varamenn: D - Rósa Guðmundsdóttir L - Sævör Þorvarðardóttir D - Unnur Þóra Sigurðardóttir
11. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
Aðalmaður: Bæjarstjóri
Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson |
|
|
|
8. |
Kosning í eigendaráð Svæðisgarðs Snæfellsness - 1806017 |
|
Kosning í eigendaráð Svæðisgarðsins Snæfellsnes
Kosin voru samhljóða:
Aðalmenn: D - Jósef Ó. Kjartansson L - Hinrik Konráðsson
Varamenn: D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir L - Sævör Þorvarðardóttir |
|
|
|
9. |
Fundartími bæjarstjórnar - 1806020 |
|
Forseti lagði fram tillögu um fundartíma bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Fundir verði að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar annan fimmtudag í mánuði, kl. 16:30.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
10. |
Fundartími nefnda - 1806019 |
|
Bæjarstjórn felur fastanefndum sveitarfélagsins að setja sér starfsáætlun og markmið. Jafnframt eru nefndirnar hvattar til þess að halda fundi reglulega á fyrirfram ákveðnum tímum. Skipulags- og umhverfisnefnd og skólanefnd fundi einu sinni í mánuði að jafnaði. Íþrótta- og æskulýðsnefnd og menningarnefnd haldi fundi á 6-8 vikna fresti að jafnaði.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
11. |
Starf bæjarstjóra - 1806018 |
|
Vilji er til þess að ráða bæjarstjóra sem hefur sterk tengsl við sveitarfélagið. Með vísan til 54. gr. sveitarstjórnarlaga leggja bæjarfulltrúar til að Björg Ágústsdóttir verði ráðin í starf bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar.
Björg er Grundfirðingur, lögfræðingur að mennt, með meistaragráðu í verkefnastjórnun, MPM og diploma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Björg var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Björg hefur frá árinu 2006 starfað hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta með aðsetur í Grundarfirði. Hún hefur auk þess kennt stefnumótun o.fl. á styttri og lengri námskeiðum. Björg hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum samhliða störfum sínum á vettvangi sveitarstjórnarmála og nú síðari árin m.a. í íþróttastarfi og í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Björgu Ágústsdóttur sem bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá ráðningarsamningi við Björgu. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarstjórn/bæjarráð þegar hann liggur fyrir.
Gert er ráð fyrir að nýr bæjarstjóri hefji störf í byrjun ágúst nk. Núverandi bæjarstjóri mun gegna starfi bæjarstjóra fram að þeim tíma.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
12. |
Starf skipulags- og byggingafulltrúa - 1804039 |
|
Starf skipulags- og byggingafulltrúa hefur nú verið auglýst í tvígang án þess að umsóknir hafi borist í starfið.
Til máls tóku JÓK, HK, ÞS, RG og SÞ.
Lagt til að bæjarráði, í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra, verði veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins. Í því felst einkum að leita að starfsmanni með tímabundna ráðningu í huga, en aðrar leiðir gætu einnig komið til greina.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
13. |
Starf menningar- og markaðsfulltrúa - 1805008 |
|
Starf menningar- og markaðsfulltrúa var auglýst laust til umsóknar 25. maí sl. Átta umsóknir bárust um starfið, en umsóknarfrestur rann út 10. júní sl.
Ný bæjarstjórn telur rétt að skoða betur starfslýsingu menningar- og markaðsfulltrúa og áherslur á verkefni sem hafa verið eða ættu að vera í verkahring menningar- og markaðsfulltrúa, áður en gengið verður frá ráðningu.
Bæjarstjórn frestar ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa um óákveðinn tíma og felur bæjarráði og bæjarstjóra í samvinnu við menningarnefnd að skoða hvort ástæða sé til að gera áherslubreytingar á starfinu. Bæjarráð geri tillögu þar að lútandi til bæjarstjórnar. Bæjarráð og bæjarstjóri hafa umboð til að koma verkefnum menningar- og markaðsfulltrúa, sem sinna þarf á næstunni, fyrir með öðrum hætti, tímabundið. Þeim er jafnframt veitt umboð til að ákveða hvernig staðið verði að afgreiðslu umsókna sem borist hafa og tilkynningu til umsækjanda, sem verði tilkynnt um þessa afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
14. |
Opið bókhald - 1806021 |
|
Mörg bæjarfélög hafa opnað bókhald sitt með birtingu tölulegra upplýsinga á gagnsærri hátt en áður. Markmiðið er að auka aðgengi bæjarbúa að fjárhagsupplýsingum og skýra út á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig fjármunum bæjarins er ráðstafað. Það er nokkuð misjafnt hversu langt er gengið í því og hvernig framsetningu er háttað. Bæjarstjórn stefnir að því að stíga skref í átt til opins bókhalds strax á næsta ári.
Til máls tóku JÓK og HK.
Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að safna upplýsingum um framkvæmd opins bókhalds og kynna fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
15. |
Umhverfisrölt - 1806022 |
|
Bæjarstjórn leggur áherslu á fegrun, hreinsun og góða umgengni í bænum. Ásýnd hins byggða umhverfis og sveitanna okkar er dýrmæt og mikilvægt að snyrtimennska og virðing við náttúruna sé höfð að leiðarljósi. Vilji er til að skoða hvar bærinn getur gert enn betur, hvetja bæjarbúa og mynda samstöðu um góða umgengni.
Til máls tóku JÓK og RG.
Komið verði á umhverfisrölti strax í júlí, þar sem bæjarfulltrúar og fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar, sem og starfsmenn bæjarins eftir atvikum, bjóða íbúum í göngu, þar sem skoðuð verði afmörkuð svæði bæjarins og rætt um umhverfismál og tækifæri til fegrunar og hreinsunar þeirra. Röltið verði auglýst og íbúar hvattir til að taka þátt. Byrjað verði á þéttbýlinu. Hvatning og möguleg verðlaunaveiting til íbúa fyrir snyrtimennsku verði útfærð og sé í höndum skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
16. |
Menningarnefnd - 16 - 1806004F |
|
16.1 |
1804014 - Sögumiðstöðin |
|
Til máls tóku JÓK, RG, ÞS, BS og HK.
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari úrvinnslu í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða. |
|
16.2 |
1805036 - 17. júní 2018 |
|
|
|
|
|
17. |
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Fundargerð 95. fundar stjórnar - 1806024 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 95. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 11. júní sl.
Til máls tóku JÓK og ÞS. |
|
|
|
18. |
Minnispunktar bæjarstjóra - 1505019 |
|
Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. |
|
|
|
19. |
Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar - 1806027 |
|
Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og fram í miðjan ágúst nk. skv. heimild í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar. Næsti fundur bæjarstjórnar verður 16. ágúst 2018. Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 48. gr. samþykktarinnar."
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:12.
Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) |
|
Hinrik Konráðsson (HK) |
Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) |
|
Sævör Þorvarðardóttir (SÞ) |
Rósa Guðmundsdóttir (RG) |
|
Vignir Smári Maríasson (VSM) |
Bjarni Sigurbjörnsson (BS) |
|
Þorsteinn Steinsson (ÞS) |
Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) |
|
|
|